Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

10. fundur 25. febrúar 2003 kl. 11:30 - 13:30

10. fundur.  Ár 2003, þriðjudaginn 25. febrúar, kom stjórn Grundartangahafnar saman til fundar í fundarherbergi í Stjórnsýsluhúsinu, Stillholti 16-18, Akranesi og hófst fundurinn kl. 11:30.

______________________________________________________________

Mættir voru: Sigurður Sverrir Jónsson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Sigurður Valgeirsson,
Varafulltrúi: Kristján Sveinsson. 

 

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri Grundartangahafnar.

______________________________________________________________

 

Fyrir tekið:

 

1. Drög að samkomulagi við Norðurál hf. vegna stækkunar álverksmiðjunnar og þátttöku hafnarinnar í kostnaði vegna tafa.
Hafnarstjóri lagði fram drög að samkomulagi og gerði grein fyrir stöðu málsins og viðræðum við fulltrúa Norðuráls og iðnaðarráðuneytisins.  Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að halda áfram vinnu við málið á grundvelli þeirra umræðna sem áttu sér stað á fundinum.

 

2. Minnisblað Hönnunar hf dags 17.2. 2003 ásamt drögum að fyrirspurn Grundartangahafnar til Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdar vegna stækkunar Grundartangahafnar.
Lagt fram.  Hafnarstjóra falið að vinna að málinu.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00