Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

8. fundur 03. desember 2002 kl. 11:00 - 12:00

8. fundur.  Ár 2002, þriðjud. 3. desember, kom stjórn Grundartangahafnar saman til fundar að Tryggvagötu 11, Reykjavík, Stillholti 16-18, Akranesi og hófst  hann kl. 11:00.

______________________________________________________

 

Mættir voru: Sigurður Sverrir Jónsson,
 Gunnar Sigurðsson,
 Sigurður Valgeirsson.
Varafulltrúi: Kristján Sveinsson

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri Grundartangahafnar.

_____________________________________________________________

 

Fyrir tekið:

 

1. Staða mála varðandi stækkun Norðuráls hf. og viðræður um breytingar á hafnarsamningi. 
Til viðræðna var mættur Jón Sveinson hrl.  Farið var yfir stöðu mála og þær óskir sem lagðar hafa verið fram af hálfu Norðuráls hf. í viðræðum um breytingar á hafnarsamningi milli aðila.  Hafnarstjóra og Jóni Sveinssyni hrl. falið að ganga til viðræðna við Norðurál hf. á grundvelli umræðna í stjórninni.

 

2. Bréf Vegagerðarinnar, dags. 14.11.2002 varðandi vegtengingu að iðnaðarsvæðinu á Grundartanga.
Lagt fram.  Hafnarstjórn leggur áherslu á að málið fái hraðan framgang.

 

3. Bréf Hafnarsambands sveitarfélaga dags. 17.10.2002, þar sem þakkað er fyrir undirbúning og framkvæmd hafnarsambandsþings.
Lagt fram.

 

4. Bréf Als ehf. dags. 13.11.2002 þar sem tilkynnt er um breytt áform um uppbyggingu gjallvinnslu.
Lagt fram.

 

5. Drög að fjárhagsaætlun ársins 2003 ásamt rekstraryfirliti ársins 2002.
Lagt fram.  Hafnarstjóri fór yfir helstu fjárhagsstærðir.  Hafnarstjóra falið að leggja fram áætlun á næsta fundi í samræmi við umræður á fundinum.  Hafnarstjóra falið að láta vinna viðhaldsáætlun fyrir höfnina.

 

6. Ákvörðun um fulltrúaráðsfund.
Hafnarstjóra falið að boða fund fulltrúaráðsins miðvikudaginn 18. desember kl. 14:00.

 

7. Skipulagsmál.  Bréf Hönnunar hf. varðandi umhverfismat vegna stækkunar hafnarinnar.
Hafnarstjóra falið að láta vinna nauðsynleg gögn þannig að Skipulagsstofnun geti ákveði hvort um matsskylda framkvæmd er að ræða.

 

8. Fundargerð stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga frá 6.11. 2002.
Lögð fram.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.  12:00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00