Fara í efni  

Stjórn Grundartangahafnar (2002-2004)

4. fundur 04. júní 2002 kl. 10:30 - 11:30

4. fundur.  Ár 2002, þriðjud. 4. júní, kom stjórn Grundartangahafnar saman til fundar í fundarsal í Stjórnsýsluhúsinu, 3.hæð, þriðjud. 4. júní 2002 og hófst fundurinn kl. 10:30.

Mættir voru: Sturlaugur Haraldsson, formaður,
 Marinó Tryggvason,
 Kristmar Ólafsson.
 Kristján Gunnarsson, varamaður.

Auk þeirra Gísli Gíslason, hafnarstjóri Grundartangahafnar, Helgi Þórhallsson frá Íslenska Járnblendifélaginu hf.

Fyrir tekið:

1. Skipulagsmál hafnarinnar.
Á fundinn mætti Magnús H. Ólafsson arkitekt.  Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Magnús H. Ólafsson, arkitekt og Hönnun hf. um skipulags- og tæknivinnu á Grundartanga.  Einnig gerði hann grein fyrir viðbrögðum Skilmanna- og Hvalfjarðarstrandarhrepps varðandi undirbúning að breytingum á skipulagi svæðisins.  Ljóst er að taka þarf málið að nýju upp við nýjar sveitarstjórnir við fyrsta tækifæri og er hafnarstjóra falið að vinna að því máli.

2. Erindi Als, álvinnslu ehf.
Farið var yfir stöðu málsins og fundi formanns stjórnar og hafnarstjóra með forsvarsmönnum fyrirtækisins.  Málið hefur verið kynnt ÍJ og Norðuráli.  Stjórnin samþykkir að úthluta fyrirtækinu Ali ? álvinnslu ehf. Lóðina nr. 6 samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi.  Magnúsi H. Ólafssyni er falið að ganga frá nauðsynlegum breytingum á lóðarmörkum og afla samþykkis viðkomandi aðila fyrir því.  Úthlutun þessi er með þeim fyrirvara gerð að gera þarf samkomulag við IJ varðandi vatnsmál.

3. Óendurskoðaður reikningur hafnarinnar fyrir árið 2001.
Lagðir fram.  Hafnarstjóri gerði grein fyrir því að verið væri að vinna í endurskoðun ársreikningsins og að hann muni senn liggja fyrir.  Í framhaldi af því mun ný stjórn boða til fulltrúaráðsfundar hafnarinnar, sennilega í lok júnímánaðar.

4. Hagkvæmnimat Páls Jenssonar á stækkun hafnarinnar.
Lagt fram.  Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu forsendum matsins.

5. Önnur mál.
Kristján gerði fyrirspurn varðandi starfsmannamál og svaraði formaður því.  Helgi nefndi atriði varðandi frumvarp að hafnarlögum.
Fomaður nefndi að þetta væri síðasti fundur stjórnarinnar og færði hann meðstjórnarmönnum sínum bestu þakkir fyrir gott samstarf.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 11:30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00