Fara í efni  

Stjórn Byggðasafnsins að Görðum (2013-2014)

12. fundur 30. september 2014 kl. 18:00 - 19:30 í Garðakaffi
Nefndarmenn
 • Ingþór B. Þórhallsson formaður
 • Guðmundur Claxton aðalmaður
 • Þórunn María Örnólfsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
 • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
 • Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum
Fundargerð ritaði: Ingþór Bergmann Þórhallsson formaður stjórnar Byggðasafnsins að Görðum
Dagskrá
Ingþór B. Þórhallsson setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1.Garðakaffi - rekstur

1409232

Forstöðumaður gerði nefndinni grein fyrir rekstarfyrirkomulagi á Garðakaffi og lagði fram og kynnti samning sem er í gildi við núverandi rekstaraðila. Sá samningur gildir til 31. mars 2015.

2.Byggðasafn - Fjárhagsáætlun 2015

1407024

Forstöðumaður greindi frá stöðu mála. Frumdrög fjárhagsáætlunar ættu að liggja fyrir um miðjan október.

3.Byggðasafnið - prókúra

1409201

Stjórn Byggðasafnsins að hafa borist tvö erindi frá Steinari Adolfssyni, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Akraneskaupstaðar er varða prókúru á bankareikningum safnsins.
Fyrra erindið er dagsett/merkt 25. sept. 2014/1409201/SDA, þar sem þess er farið á leit við stjórn safnsins að veita eftirtöldum aðilum/starfsmönnum Akraneskaupstaðar prókúru og netbankaaðgang að reikningi í Arion banka.

1. Andrési Ólafssyni, fjármálastjóra
2. Elsu Jónasdóttur, fulltrúa í fjárreiðudeild
3. Rannveigu Þórisdóttur, bókara

Stjórn Byggðasafnsins að Görðum samþykkir erindið.

Seinna erindið er dagsett/merkt 25. sept. 2014/1409201/SDA, þar sem þess er farið á leit við stjórn safnsins að veita eftirtöldum aðilum /starfsmönnum Akraneskaupstaðar prókúru og netbankaaðgang að nýjum reikningi Byggðasafnsins í Landsbanka Íslands.

1. Andrési Ólafssyni, fjármálastjóra
2. Elsu Jónasdóttur, fulltrúa í fjárreiðudeildd
3. Rannveigu Þórisdóttur, bókara

Jafnframt var óskað eftir að stjórnin veitti forstöðumanni Byggðasafnsins að Görðum Jóni Allanssyni, netbankaaðgang að viðkomandi reikningi í Landsbanka Íslands.

Stjórn Byggðasafnsins að Görðum samþykkir erindið.

4.Byggðasafnið - endurskoðun söfnunarstefnu

1402149

Fjallað var um stöðu helstu verkefna.
Vinna við svokallað bátahús er í burðarliðnum. Lokið er við málningarvinnu við Garðahús. Þrjár sýningar eru fyrirhugaðar í Safnaskála fram að áramótum.
Vænta má svars frá Minjastofnun í næstu viku varðandi fjárstyrk í tengslum við frumvinnu í varðveislu kútters Sigurfara.
Rætt var lítillega um framtíðarsýn safnsins. Forstöðumaður lagði til að stjórnin myndi hefja vinnu við stefnumótun.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00