Fara í efni  

Stjórn Byggðasafnsins að Görðum (2013-2014)

10. fundur 21. maí 2014 kl. 17:00 - 18:05 Stúkuhúsinu að Görðum
Nefndarmenn
 • Hjördís Garðarsdóttir formaður
 • Þorgeir Jósefsson ritari
 • Hannesína A Ásgeirsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
 • Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum
Fundargerð ritaði: Þorgeir Jósefsson
Dagskrá
Þessi fundur var jafnframt aðalfundur.
Valdimar Þorvaldsson aðalmaður boðaði forföll
Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1.Byggðasafnið í Görðum - ársreikningur 2013.

1404052

Forstöðumaður lagði fram ársskýrslu Byggðasafnsins í Görðum dagsettri í apríl 2014 og fór yfir skýrsluna.

2.Minningarsjóður Jóns Gunnlaugssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur - framtíð sjóðsins.

1302025

Lagðar fram tillögur ,,Starfshóps vegna ráðstöfunar styrks úr Bræðrapartssjóð," dagsettar 30. apríl 2014, ásamt drögum að kostnaðaráætlun. Styrkurinn er upp á kr. 10.000.000,-.
Starfshópurinn leggur til samtals kr. 6.750.000,- verði ráðstafað til að koma upp sýningu um útgerð tengda Bræðraparti með tengingu við útgerðarsögu Akraness, þar sem báturinn Sæunn verði miðpunkturinn. Keyptur verði margmiðlunarbúnaður og búnaður til að stjórna rakastigi, báturinn og hjallurinn forvarðir og sýningin hönnuð og sett upp.

Starfshópurinn leggur til að eftirstöðvar styrksins kr. 3.250.000,- verði lagðar inn á reikning í eigu Byggðasafnsins í Görðum og verði ráðstöfun þessara fjármuna skilyrt við að varðveita þá muni sem komu til safnsins frá Bræðraparti og til að setja upp sýningu með þessum munum í náinni framtíð.

Lagt fram bréf bæjarráðs, dagsett 7. maí 2014, þar sem tillaga starfshópsins um ráðstöfun styrksins er samþykkt.

3.Byggðasafnið í Görðum - 150 ára verslunarafmæli Akraness

1404115

Lagt fram bréf til bæjarráðs Akraness, dagsett 16. apríl 2014, þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi að upphæð kr. 600.000,- í tilefni af 150 ára verslunarafmæli Akraness.
Lagt fram bréf frá bæjarráði Akraness, dagsett 7. maí 2014, þar sem beiðni um viðbótarframlag er hafnað.
Stjórnin harmar afstöðu bæjarráðs og felur formanni og forstöðumanni að vinna málið áfram hjá eignaraðilum safnsins.

4.Höfrungur AK 91 - hugmyndir um varðveislu

1403158

Lagt fram bréf Einars Jóhanns Guðleifssonar, dagsett 20. febrúar 204, um hugmyndir bréfritara um varðveislu Höfrungs Ak 91. Lagt fram bréf bæjarráðs dagsett 11. apríl 2014, þar sem erindi Einars J. Guðleifssonar er vísað til umfjöllunar í Stjórn Byggðasafnsins.
Forstöðumanni falið að kanna málið.

5.Byggðasafnið - styrkir 2014

1405109

Forstöðumaður lagði fram lista yfir styrki sem Byggðasafnið hefur fengið vegna ársins 2014:
1) Frá Minjastofnun Íslands kr. 500.000,-
2) Frá Safnaráði Íslands kr. 1.800.000,-
3) Frá Menningarráði Vesturlands kr. 1.300.000,-

6.Kútter Sigurfari - staða mála

903133

Lögð fram skýrsla Hjalta Hafþórssonar, ódagsett ,,Greinargerð, varðveisla Kútters Sigurfara."
Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 21. maí 2014, með minnispunktum frá fundi fulltrúa frá Minjastofnun, Þjóðminjasafninu, Akraneskaupstað og Byggðasafninu í Görðum.
Formanni og forstöðumanni falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við bæjarstjórann á Akranesi.
Þar sem þetta er síðasti reglulegi stjórnarfundur Byggðasafnsins í Görðum á kjörtímabilinu, þakkar formaður stjórninni og forstöðumanni fyrir samstarfið.

Fundi slitið - kl. 18:05.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00