Fara í efni  

Stjórn Byggðasafnsins að Görðum (2013-2014)

7. fundur 30. janúar 2014 kl. 17:00 - 17:45 Stúkuhúsinu að Görðum
Nefndarmenn
  • Hjördís Garðarsdóttir formaður
  • Valdimar Þorvaldsson aðalmaður
  • Björn Guðmundsson varaformaður
  • Þorgeir Jósefsson ritari
  • Ása Helgadóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
  • Anna Leif Elídóttir verkefnisstjóri
  • Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum
Fundargerð ritaði: Þorgeir Jósefsson ritari
Dagskrá
Formaður setti fundinn og óskaði stjórnarmönnum gleðilegs nýs árs.

1.Kútter Sigurfari - staða mála

903133

Formaður lagði eftirfarandi gögn:
Erindi bæjarráðs Akraness dags. 20.01.14, vegna bréfs forsætisráðuneytis dags. 27.12.13, þar sem gerð er grein fyrir því að safninu hafið verið úthlutað styrk að upphæð kr. 5.000.000,- ,,Styrkurinn skal nýttur til viðgerðar á bátnum í þeim tilgangi að gera hann aðgengilegan og koma í veg fyrir frekari skemmdir."
Bréf frá bæjarstjóra, dagsett 27. desember 2013, ,,Kútter Sigurfari, staða mála."
Endurbygging kútters Sigurfara, greinargerð frá SSV, ódagsett og óundirrituð.
Greinargerð kútter, greinargerð frá SSV, ódagsett og óundirrituð.
Skipavík - áætlun um endurbyggingu 2009, ódagsett og óundirrituð.
Minnisblað stjórnarformanns Akranesstofu, Þorgeirs Jósefssonar, frá apríl 2009.

Stjórnin samþykkir að leggja til við Minjastofnun að styrknum verði ráðstafað með tvennum hætti:

1. Að krónum 1.100.000,- verði ráðstafað til að afla frekari styrkja sem myndu nýtast til varðveislu og endurbyggingar kúttersins.

2. Að kr. 3.900.000, - verði ráðstafað til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á kútternum, með því að koma heillegum hlutum hans í forvörslu og geymslu uns unnt er að fjármagna endurbyggingu hans.

Stjórnin felur forstöðumanni að útbúa kostnaðar- og verkáætlun vegna seinni liðarins.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00