Fara í efni  

Stjórn Byggðasafnsins að Görðum (2013-2014)

8. fundur 22. febrúar 2014 kl. 13:00 - 15:45 Stúkuhúsinu að Görðum
Nefndarmenn
  • Hjördís Garðarsdóttir formaður
  • Björn Guðmundsson varaformaður
  • Þorgeir Jósefsson aðalmaður
  • Valdimar Þorvaldsson aðalmaður
  • Ása Helgadóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
  • Stefán Lárus Pálsson varamaður
  • Sveinn Kristinsson varamaður
  • Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
  • Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum
Fundargerð ritaði: Anna leif Elídóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Þetta gerðist:
Fundur hófst á hádegisverði kl. 13:00 og setti formaður fundinn kl. 13:38.

1.Byggðasafnið - Starfsmannamál

1307025

Umsækjendur um starf iðnaðarmanns á safnasvæði:
Ása María Björnsdóttir, Einar Indriði Maríasson, Elías Jóhannesson, Guðjón Þór Grétarsson, Guðmundur Sigurðsson, Gunnar Ólafsson, Kinga Porzeka, Mateusz Sienda, Ole Jakob Volden, Ómar Örn Kristófersson, Sigurbjörn Gíslason, Valgarð Ingibergsson.
Í byrjun janúar var auglýst eftir iðnaðarmanni til safnsins í fast starf. Umsóknarfrestur var til 22. janúar 2014. 12 manns sóttu um. 4 voru teknir til viðtals.

Forstöðumaður upplýsti um að hann hefði ráðið Guðmund Sigurðsson til starfsins.

2.Safnaskálinn - reglur um sýningarsal

1311066

Stjórnin samþykkir nafn á sýningarsalinn og verður það opinberað við hátíðlega athöfn. Fjallað um drög að reglum um sýningarsalinn í Safnaskálanum og drög að verðskrá.

Forstöðumanni og verkefnastjóra falið að ganga frá drögunum í samræmi við umræður á fundinum.

3.Byggðasafnið - Seglskútan Elding.

1308034

Riftunarbréf Hafsteins Jóhannssonar, dagsett þann 24. janúar 2014, vegna seglskútunnar Eldingar, lagt fram.

Stjórnin harmar að Hafsteinn rifti gjafagjörningi sínum og vonar að honum snúist hugur. Forstöðumanni falið að svara bréfritara.

4.Kútter Sigurfari - staða mála

903133

Bréf bæjarstjóra, Regínu Ásvaldsdóttur dagsett þann 17. febrúar 2014 lagt fram.

5.Byggðasafnið - endurskoðun söfnunarstefnu

1402149

Farið yfir söfnunarstefnu Byggðasafnsins.

Söfnunarstefnan er að upplagi frá miðri síðustu öld, því þarf að yfirfara hana með það í huga að þar sem orðalag er "frá síðustu öld" breytist í "frá 19. öld".
Bent er á að skýra þarf orðalag vegna eignarhluta sveitarfélaganna.
Fjallað um breytt orðalag vegna sýningarsalarins þar sem áður var sýning Landmælinga Íslands. Fjallað um söfnun á listaverkum sem óhjákvæmilega verður farið í vegna listasalarins. Hluti af gjaldskrá salarins til listsýninga, verður eitt listaverk eftir hverja sýningu. Listmunirnir sem safnast munu, verða í eigu beggja sveitarfélaganna.
Bæta þarf inn setningu um myntsöfnun.
Rætt um söfnun muna úr Sementsverksmiðjunni sem ekki mega fara í glatkistuna.
Bæta þarf inn kafla um bátasafnið og bátahús auk eldsmiðjunnar. Fjallað um gerð kynningarefnis um starfsemi safnsins, miðlunar og bæklinga auk annarrar margmiðlunartækni.
Fjarlægja þarf úr söfnunarstefnunni setningu þar sem fjallað er um selgskútuna Eldingu. Fjallað um hvort að bæta eigi inn í söfnunarstefnuna ákvæði um millisafnalán og lán muna til stofnana sveitarfélaganna.
Forstöðumanni falið að leggja drög að nýrri söfnunarstefnu fyrir næsta fund Stjórnar Byggðarsafsins.
Sveinn Kristinsson yfirgefur fund kl 15:00.

6.Byggðasafnið - framtíðarsýn

1402150

Safnið er að grunni hugsað sem saga sjávar- og landbúnaðar. Iðnaðarþátturinn er hins vegar orðinn mjög sterkur á svæðinu. Einnig verður að huga að samfellu í sýningunni á milli Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Rætt um handverksþáttinn í safnastarfinu.
Rætt um að setja upp nýja grunnsýningu sem opnuð verði á 60 ára afmæli safnsins, þann 13. desember 2019. Stjórnin ákveður að halda áfram að vinnu við framtíðarsýn. Formanni og forstöðumanni falið að taka saman minnisblað í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 15:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00