Fara í efni  

Stjórn Byggðasafnsins að Görðum (2013-2014)

5. fundur 14. nóvember 2013 kl. 17:00 - 18:12 Stúkuhúsinu að Görðum
Nefndarmenn
 • Hjördís Garðarsdóttir formaður
 • Björn Guðmundsson varaformaður
 • Þorgeir Jósefsson aðalmaður
 • Valdimar Þorvaldsson aðalmaður
 • Hannesína A Ásgeirsdóttir varamaður frá Hvalfjarðarsveit
 • Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum
Fundargerð ritaði: Þorgeir Jósefsson
Dagskrá

1.Safnaskálinn - reglur um sýningarsal

1311066

Lagður fram tölvupóstur frá Önnu Leif Elídóttur verkefnastjóra, dagsettur 11.nóvember 2013, þar sem hún bendir á að setja þurfi upp regluverk um umsóknir um sýningar og framkvæmd þeirra.

Stjórnin samþykkir að fela forstöðumanni og verkefnastjóra að leggja fram drög að slíku regluverki.

2.Fjárhagsáætlun 2014 - Byggðasafnið

1309129

Lagt fram bréf bæjarstjórans á Akranesi, dagsett 18. október 2013, þar sem tilkynnt er um samþykkt bæjarráðs Akraness á fundi þess 10. október 2013 á greiðslu kostnaðar við annars vegar breytingu á Skipulagsskrá og hins vegar á greiðslu stjórnarlauna 2013.
Lagt fram bréf bæjarstjórans á Akranesi, dagsett 18. október 2013, þar sem tilkynnt er um ákvörðun bæjarráðs Akraness á fundi þess 10. október 2013 að vísa beiðni um fjárveitingu til styrktarumsókna vegna bátasafns til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2014.

Ekki hefur borist formlegt svar frá Hvalfjarðarsveit varðandi sambærilega beiðni um fjárveitingu til styrktarumsókna. Það kemur þó fram í 6. lið fundargerðar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, dagsettri 12. nóvember 2013, að erindinu hafi verið vísað til fjárhagsáætlunar.

Forstöðumaður upplýsti að samkvæmt hans upplýsingum væri í drögum að fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2014, ennþá áætlað fyrir hugsanlegum styrkjum til ýmissa verkefna. Stjórnin felur formanni og framkvæmdastjóra að senda erindi til Akraneskaupstaðar og ítreka það að slík framsetning brýtur í bága við gildandi þjóðminja- og safnalög.

3.Byggðasafnið í Görðum - skipulagsskrá.

1310065

Lögð fram endanleg útgáfa, óundirrituð, nýrrar Skipulagsskrár Byggðasafnsins á Görðum, dagsett 19. september 2013.

Lagt fram bréf bæjarstjórans á Akranesi, dagsett 31. október 2013, um að bæjarstjórn Akraness hafi samþykkt nýja skipulagsskrá á fundi sínum þann 29. október 2013.

4.Byggðasafnið - Seglskútan Elding.

1308034

Lagt fram bréf til Hafsteins Jóhannssonar, dagsett 18. október 2013, undirritað af stjórnarformanni og forstöðumanni Byggðasafnsins.

Þorgeir harmar að sent hafi verið út bréf í nafni stjórnar Byggðasafnsins á Görðum með órökstuddum dylgjum í garð fyrrverandi starfsmanns Akraneskaupstaðar. Björn og Valdimar taka undir með Þorgeiri.

Formaður harmar að bréfið hafi verið sent út með þessum dylgjum sem búið er að benda á, enda eiga þær ekki við rök að styðjast.

5.Byggðasafnið - safnasjóður

1311067

Forstöðumaður upplýsti að búið væri að senda inn umsókn með öllum gögnum til Safnaráðs til að fá staðfestingu á því að Byggðasafnið á Görðum væri viðurkennt safn samkvæmt nýjum þjóðminjalögum. Slík staðfesting er nauðsynleg til þess að unnt sé að sækja um rekstarstyrk í Safnasjóð.

Einnig upplýsti forstöðumaður að að þann 15 desember 2013, rynni út frestur til að sækja um rekstarstyrk og verkefnastyrki til Safnasjóðs.

Þá upplýsti forstöðumaður að frestur til að sækja um styrki til Minjastofnunar Íslands væri til 1. desember 2013.

Að lokum upplýsti forstöðumaður að frestur til að sækja um styrki til Menningarráðs Vesturlands væri til 1. desember 2013.

Fundi slitið - kl. 18:12.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00