Fara í efni  

Stjórn Byggðasafnsins að Görðum (2013-2014)

2. fundur 08. ágúst 2013 kl. 17:00 - 18:04 Stúkuhúsinu að Görðum
Nefndarmenn
 • Hjördís Garðarsdóttir formaður
 • Björn Guðmundsson varaformaður
 • Þorgeir Jósefsson aðalmaður
 • Ása Helgadóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
 • Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum
Fundargerð ritaði: Þorgeir Jósefsson ritari
Dagskrá

1.Stjórn Byggðasafnsins í Görðum 2013

1303079

Kosning ritara.

Þorgeir Jósefsson kjörinn ritari stjórnar.

2.Skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum

810089

Lögð fram tillaga að nýrri skipulagsskrá sem Jón Haukur Hauksson lögfræðingur ásamt formanni og forstöðumanni hafa unnið að með hliðsjón af breytingum á stjórnkerfi Akraneskaupstaðar og lagabreytingum um safnamál.

Stjórnin yfirfór tillöguna og ákvað að gera breytingar á greinum 4.1, 4.2 og 4.3.
Forstöðumanni falið að klára skipulagsskrána með þessum breytingum stjórnarinnar og senda hana síðan sveitarstjórnum eignaraðila til samþykktar.

3.Byggðasafnið - Seglskútan Elding.

1308034

Lögð fram eftirtalin skjöl:
Gjafaafsal frá Hafsteini Jóhannssyni, dagsett 20. apríl 1994.
Bréf frá Hafsteini Jóhannssyni, dagsett 24. ágúst 2008. Bréfið er ekki móttökustimplað af Akraneskaupstað.
Bréf frá Hafsteini Jóhannssyni, dagsett 28. október 2009. Bréfið er óundirritað.

Forstöðumaður fór yfir málið.

Forstöðumanni falið að afla frekari upplýsinga og að svara bréfritara.

Fundi slitið - kl. 18:04.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00