Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

40. fundur 05. september 2005 kl. 20:00 - 22:00

 

Ár 2005, mánudaginn 5. september 2005 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum kl. 20:00.


 

Til fundarins komu:     Sveinn Kristinsson,  Jósef H. Þorgeirsson,    Jón Gunnlaugs­­son, Marteinn Njálsson,          Ása Helgadóttir,      Jóna Adolfsdóttir, Hallfreður Vilhjálmsson og  Valdimar Þorvaldsson.

 

Auk þeirra sótti Jón Allansson, forstöðumaður, fundinn.


 

Þetta gerðist á fundinum:

 

1.  Almennt um safnastarfið.

Stúkuhúsið.  Lokið er framkvæmdum að utan og rafmagn tengt og hitaveita.  Sótt hefur verið um 12 ? 13 milljónir til fjárlaganefndar.

Sæljónið.  Endurbyggingu þess er lokið og báturinn kominn á sinn stað.

Skráning í   Sarp.  Skráðir hafa verið rúmlega 3000 munir af ca. 10.000.

Unnið er að gerð nýrrar heimasíðu fyrir safnið, sem verður lokið í vetrarbyrjun.

Aðsókn hefur verið ca. 10.000 manns til 31. ágúst.

 

2.  Samþykkt að framlag safnsins á Vökudögum verði að hafa safnið opið án aðgangseyris með aukinni leiðsögn og einhverjum skemmtiatriðum.

Jóni falið að annast málið.

 

3. Veitingasala.

Lagðar fram upplýsingar um sölu og innkomu á safnasvæðinu frá 16. júní til ágústloka.  Málið rætt rækilega en ákvörðun frestað.

 

4.  Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2005.

Rætt um kaup Steinaríkis og Maríukaffis og greiðslu kaupstaðarins.  Samþykkt að vísa málinu til eignaraðila.

 

5.  Tillögur um nafn á kaffistofu.  Lagður fram listi um nöfn á kaffistofu. Málinu frestað til næsta fundar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Jósef H. Þorgeirsson (sign)

Jón Gunnlaugsson (sign)

Sveinn Kristinsson (sign)

Jóna Adolfsdóttir (sign)

Ása Helgadóttir (sign)

Marteinn Njálsson (sign)

Hallfreður Vilhjálmsson (sign)

Valdimar Þorvaldsson (sign)

Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00