Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

18. fundur 27. febrúar 2002 kl. 19:00 - 21:00

Ár 2002, miðvikudaginn 27. febrúar kl. 19:00,  kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Safnaskálanum að Görðum.

Til fundarins komu:  Valdimar Þorvaldsson, Jósef H. Þorgeirsson, Steinunn Björnsdóttir, Anton Ottesen, Jón Valgarðsson, Sigurður Valgeirsson og Jón Þór Guðmundsson.
 Auk þeirra sat fundinn Jón Allansson, forstöðumaður.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Jóhann Þórðarson, endurskoðandi, mætti á fundinn og lagði fram og útskýrði ársreikning fyrir árið 2001 yfir Byggðasafn Akraness og nærsveita.
Jóhann svaraði síðan fyrirspurnum  en reikningarnir verða afgreiddir á næsta fundi.
 2.  Lögð fram kynningaráætlun fyrir safnasvæðið á Akranesi. Málið er rætt og ákvörðun frestað til aðalfundar.

3. Niðurstaða útboðs vegna sýningarbúnaðar í íþróttasýningu. Lögð fram fundargerð frá 7. febrúar s.l. um opnun tilboða í gerð sýningarbúnaðar í Safnaskálann

4. Lagt fram bréf bæjarstjórans á Akranesi, dags. 21. febrúar 2002, um að bæjarritaranum á Akranesi hafi verið falið að fylgjast með framkvæmdum við Byggðasafnið og vera til aðstoðar ef með þyrfti. Engar slíkar samþykktir hafa borist frá öðrum eigendum safnsins.

  Fleira ekki gert, fundi slitið.

  Jósef H. Þorgeirsson (sign)
  Steinunn Björnsdóttir (sign)
  Anton Ottesen (segn)
  Jón Allansson (sign)
  Valdimar Þorvaldsson (sign)
  Jón Þór Guðmundsson (sign)
  Jón Valgarðsson (sign)
  Sigurður Valgeirsson (sign)  

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00