Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

11. fundur 01. maí 2001 kl. 20:30 - 22:00
Ár 2001, þriðjudaginn 1. maí kl. 20:30 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í nýbyggingu safnsins.
Þessir komu til fundarins: Valdimar Þorvaldsson, Jósef H. Þorgeirsson, Anton Ottesen, Sigurður Valgeirsson, Jón Valgarðsson, Jón Þór Guðmundsson, Gísli S. Sigurðsson og Steinunn Ása Björnsdóttir.
 Auk þeirra sátu fundinn:  Jón Allansson forstöðumaður, Þorsteinn Þorleifsson og Jóhannes Ingibjartsson.
Þetta gerðist á fundinum:
1. Rætt um fyrirkomulag á frágangi lofts í veitingasal.  Nauðsynlegt að lækka loftið en álitamál hvernig með skuli fara.  Aðallega þó rætt um tvær leiðir.
a. Heilt loft sem hvíli á bitum sem haldið er uppi með stólpum.
b. Léttir flekar sem hengdir eru upp í loftið.
Fram kom hugmynd um að á veggnum milli veitingastofu og gangs verði gert létt grindverk til að marka af veitingastofuna en í stað fleka eða lofts verði lofthæð afmörkuð með ljósum.
Samþykkt að fara þessa leið.
2. Lagður fram uppdráttur af frágangi bílastæða við nýbyggingu.
Tillagan samþykkt.
3. Formanni og forstöðumanni falið að ræða við skipulagsnefnd um aðkeyrslu að safninu.
  Fleira ekki gert, fundi slitið.
  Jósef H. Þorgeirsson (sign)
  Valdimar Þorvaldsson (sign)
  Steinunn Björnsdóttir (sign)
  Gísli S. Sigurðsson (sign)
  Jón Allansson (sign)
  Anton Ottesen (sign)
  Jón Þór Guðmundsson (sign)
  Jón Valgarðsson (sign)
  Sigurður Valgeirsson (sign)
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00