Fara í efni  

Stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2000-2008)

1. fundur 02. febrúar 2000 kl. 18:00 - 20:00
STJÓRN BYGGÐASAFNS AKRANESS OG NÆRSVEITA

Ár 2000, miðvikudaginn 2. febrúar kl. 18:00 kom stjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar á skrifstofum Akraneskaupstaðar.

Til fundarins komu: Valdimar Þorvaldsson, Jósef H. Þorgeirsson, Gísli S. Sigurðsson, Sigurður Valgeirsson, Steinunn Björnsdóttir, Rögnvaldur Einarsson, Jón Þ. Guðmundsson og Anton Ottesen.

Auk þeirra sátu Jón Allansson forstöðumaður og Björn Lárusson, markaðs- og atvinnufulltrúi, fundinn.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Lagt fram ritið ?Nýtt safnahús að Görðum. Bygging og rekstur.?

Björn gerði grein fyrir málinu og skýrði ritið, sem fjallar um nýja byggingu að Görðum.

Gert er ráð fyrir að byggja 630m2 skemmu í norð-austur horni safnlóðarinnar. Áætlaður kostnaður er kr. 30.000.000.- Byggingin verður í eigu safnsins og eigendur þess samþykki byggingu þess og tryggi fjármögnun.

Stjórn safnsins mælir með því að ráðist verði í þessar framkvæmdir. Samþykktin var gerð samhljóða, einn stjórnarmanna sat hjá.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Steinunn Björnsdóttir (sign)
Anton Ottesen (sign)
Sigurður Valgeirsson (sign)
Jón Þór Guðmundsson (sign)
Rögnvaldur Einarsson (sign)
Valdimar Þorvaldsson (sign)
Jón Allansson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00