Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

60. fundur 08. apríl 2013 - 18:00

60. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í Garðakaffi,
 8. apríl 2013 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Sveinn Kristinsson (SK), formaður
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Ása Helgadóttir, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri
Anna Leif Elídóttir, verkefnisstjóri
Ragnheiður Þórðardóttir, þjónustu- og upplýsingastjóri

Jón Allansson, forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum

Fundargerð ritaði:  Ragnheiður Þórðardóttir, þjónustu- og upplýsingastjóri.

Fyrir tekið:

1.  0903133 - Kútter Sigurfari - staða mála
Jón Allansson lagði fram minnispunkta, dags. 8. apríl 2013, um stöðu málsins.
Í minnispunktunum kemur m.a. fram að árið 2010 var skipaður starfshópur sérfræðinga til þess að gera tillögu um framtíð kútters Sigurfara. Hópurinn  komst að þeirri niðurstöðu í veglegri skýrslu um málið að bráðnauðsynlegt og brýnt væri að koma skipinu í skjól til þess að verja það frekari skemmdum. Hópurinn lagði til að byggt yrði yfir kútterinn en að því loknu mætti endurgerð hans taka langan tíma og yrði sá verkþáttur hluti af sýningum safnsins þar sem verið væri að halda við gömlu handverki við smíði tréskipa, en sú verkþekking sé á miklu undanhaldi hér á landi og nánast horfin. Leitað var eftir samvinnu við ráðuneyti menningar- og menntamála ásamt Þjóðminjasafni Íslands.
Þá kemur fram í minnispunktunum að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi kallað til óformlegs fundar í ráðuneytinu um málefni skipsins þann 26. okt. 2012. Á þeim fundi var ákveðið að eignaraðilar skipsins kæmu með tillögur að varðveislu ásamt kostnaðarmati.  Tillaga eignaraðila var send til ráðuneytisins í byrjun desember 2012 sem fylgt var eftir í janúar og mars 2013 en svar hefur enn ekki borist.

Stjórn Akranesstofu samþykkir að fela forstöðumanni Byggðasafnsins og bæjarstjóra að rita mennta- og menningarmálaráðherra bréf með fyrirspurn um stöðu málsins.

2.  1301503 - Akranesstofa - ýmis mál
Síðasti fundur stjórnar Akranesstofu.
Þetta er síðasti fundur stjórnar Akranesstofu þar sem hún verður formlega lögð niður.
Formaður, Sveinn Kristinsson, þakkaði nefndarmönnum samstarfið og óskaði þeim velfarnaðar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00