Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

58. fundur 05. febrúar 2013 kl. 16:30 - 18:00

58. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18, 5. febrúar 2013 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu:
Sveinn Kristinsson (SK), formaður
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Ása Helgadóttir, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri
Ragnheiður Þórðardóttir, þjónustu- og upplýsingastjóri
Anna Leif Elídóttir,
Fundargerð ritaði:  Ragnheiður Þórðardóttir, þjónustu- og upplýsingastjóri.

Fyrir tekið:

1. 1301421 - Drög að skipulagsskrá um Fræðastofu um keltnesk áhrif á menningu og sögu / Keltastofa ásamt framkvæmdaáætlun.
Málið verður tekið fyrir að nýju á fundi stjórnarinnar mánud. 25. febrúar nk.

2. 1301420 - Viðburðir á vegum Akraneskaupstaðar árið 2013
Áætlun um fjárhagslega tilhögun viðburða á vegum Akraneskaupstaðar árið 2013.
Samkvæmt fjárhagsáætlun eru framlög til hefðbundinna hátíða á árinu 2013 kr. 12.842.000 en gert er ráð fyrir sjö hátíðum á árinu 2013.
Anna Leif kynnti tillögu um viðburði og stjórnin leggur til við bæjarráð að áætlunin verði samþykkt með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Ennfremur leggur stjórnin til að bæjarráð veiti viðbótarframlag a.m.k. að fjárhæð 2,0 mkr. vegna gæslu á írskum dögum.

3. 1301494 - Ferðaþjónusta á Akranesi 2013
Minnisblað dags. 11. apríl 2012.
Lagt fram til kynningar.

4. 1301497 - Félag ferðaþjónustuaðila á Akranesi - fundargerðir 2013
Lagt fram til kynningar.

5. 1210052 - Sjálfboðaliðar 2013
Erindi frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS þar sem þeir óska eftir samstarfi.
Stjórnin fagnar erindinu og felur bæjarstjóra að svara erindinu.

6. 1205011 - Sólmundarhöfði - gömlu húsin
Stjórnin samþykkir að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.

7. 1205010 - Garðalundur/Langisandur - uppbygging þjónustu og afþreyingar
Lagt fram til kynningar.

8. 0901156 - Viskubrunnur í Álfalundi
Lagt fram til kynningar. Stjórnin samþykkir að fela bæjarstjóra að afla gagna um stöðu verkefnisins.

9. 1211093 - Samstarfsverkefni Markaðsstofu og sveitarfélaga á Vesturlandi.
Bréf Markaðsstofu Vesturlands,dags. 9. nóv. 2012, varðandi samstarfsverkefni Markaðsstofu Vesturlands og sveitarfélaga á Vesturlandi. Bæjarráð samþykkti 28. nóv. sl. að vísa erindinu til umfjöllunar stjórnar Akranesstofu.
Stjórnin samþykkir að leggja til við bæjarráð að Akraneskaupstaður taki þátt í samstarfsverkefni við Markaðsstofu Vesturlands um markaðs- og kynningarverkefni. Kostnaður er kr. 480.000.-

10. 1301503 - Akranesstofa - ýmis mál
Stjórnin samþykkir að fela Önnu Leif að athuga með kostnað við endurútgáfu á kynningarbæklingi um Akranes.
   
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00