Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

57. fundur 10. október 2012 kl. 17:00 - 18:25

57. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18, 10. október 2012 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:

Sveinn Kristinsson (SK), formaður
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri
Elsa Lára Arnardóttir, varamaður
Jón Pálmi Pálsson, framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.
Ása Helgadóttir boðaði forföll.

Fyrir tekið:

1.  1210063 - Fjármál Akranesstofu
Lögð fram rekstraryfirlit frá áramótum til ágústloka og einnig yfirlit til 8. október. Þar kemur fram að rekstur Akranesstofu hefur farið langt fram úr fjárhagsáætlun, sérstaklega hvað varðar hátíðahöld og viðburði. Stjórnin harmar þessa niðurstöðu og leggur til að öll hátíðahöld á vegum kaupstaðarins verði endurskoðuð hvað varðar umfang og kostnað  í tengslum við fjárhagsáætlunargerð ársins 2013. Verkefnastjóra falið að gera nákvæma kostnaðargreiningu á viðburðum ársins 2012.

Jón Pálmi yfirgefur fund kl. 17:50 og Elsa Lára kl. 17:55.

2.  1210064 - Norðurlandameistaramót í eldsmíði 2013
Stjórnin fagnar því að Norðurlandameistaramótið verði haldið á Akranesi.
Bygging eldsmiðju - bréf forstöðumanns Byggðasafnsins, dags. 5. september 2012.
Stjórnin telur byggingu eldsmiðju að Görðum áhugavert verkefni og veitir forstöðumanni safnsins heimild til að vinna áfram að verkefninu en óskar eftir kostnaðaráætlun vegna þess.

3.  1209175 - Visitakranes.is - samningur um rekstur ferðaþjónustuvefs
Stjórnin telur verkefnið áhugavert og mælir með því að gengið verði til samninga og vísar erindinu til bæjarráðs til endanlegrar ákvörðunar og afgreiðslu.

4.  1210065 - Vökudagar 2012
Verkefnastjóri lagði fram drög að dagskrá Vökudaga 2012.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:25.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00