Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

56. fundur 26. júní 2012 kl. 17:00 - 17:35

56. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18, 26. júní 2012 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Sveinn Kristinsson (SK), formaður
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri
Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.

Fyrir tekið:

1. 1206086 - Írskir dagar 2012

1. Undirbúningur og dagskrá
Verkefnastjóri fór yfir undirbúning vegna Írskra daga og lagði fram dagskrá hátíðarinnar.

2. Aldurstakmörk og reglur á tjaldsvæðinu í Kalmansvík
Verkefnastjóri kynnti þær reglur sem gilt hafa á Írskum dögum á tjaldsvæðinu í Kalmansvík undanfarin 2 ár m.a. varðandi aldurstakmörk og umgengni gesta á svæðinu. Stjórn Akranesstofu samþykkir reglurnar.

3. Minnisblað vegna gæslu og með hvaða hætti verði staðið að þrifum.
Lagt fram. Stjórnin fór yfir skipulag gæslu og hversu mikil hún þurfi að vera. Ljóst er að þeir fjármunir sem ætlaðir eru til gæslu duga engan veginn til að tryggja öryggi og frið í bænum. Stjórnin telur því nauðsynlegt að fara fram á aukafjárveitingu að upphæð að lágmarki 2 milljónir króna og felur verkefnastjóra að rita bæjarráði bréf þar að lútandi. Jafnframt felur stjórnin verkefnastjóra að afla staðfestra upplýsinga um hvernig háttað er greiðslu fyrir löggæslu á hátíðum eins og Menningarnótt og Gay Pride í Reykjavík.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:35.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00