Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

54. fundur 15. maí 2012 kl. 17:00 - 17:40

54. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18, 15. maí 2012 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:

Sveinn Kristinsson (SK), formaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri

Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.

Helga Rún Guðmundsdóttir, verkefnastjóri í Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sat einnig fundinn.

Þorgeir vakti athygli á því að skv. 11. gr. erindisbréfs stjórnar Akranesstofu væri fundurinn ólöglegur þar sem dagskrá var ekki send út innan tilskilins frests, nema öll stjórnin samþykki lögmæti fundarins. Stjórnin samþykkir einróma að fundurinn sé löglegur.

Fyrir tekið:

 

1.  1204004 - Bæjarlistamaður Akraness 2012
Ræddar voru hugmyndir um útnefningu bæjarlistamanns árið 2012. Stjórn Akranesstofu samþykkir útnefningu bæjarlistamanns fyrir árið 2012 og felur verkefnastjóra að undirbúa atburðinn.

2.  1205098 - Erlendir listamenn - heimsókn á Akranes

Verkefnastjóri sagði frá fyrirhugaðri heimsókn hóps erlendra listamanna á Akranes í byrjun júní nk. en hópurinn tekur þátt í listahátíðinni "Ferskir vindar" sem haldin er í Garði.


3.  1203043 - Akranesstofa - ferðamál
Verkefnastjóri og Helga Rún gerðu grein fyrir helstu verkefnum og viðfangsefnum sumarsins í ferðaþjónustu á Akranesi. Lagðir voru fram til kynningar 2 nýir bæklingar sem ætlaðir eru gestum og ferðafólki og verður dreift á næstu dögum.


4.  1203207 - Garðakaffi - samningur um rekstur 2012
 Verkefnastjóri gerði grein fyrir því að gengið hefur verið frá samningi um rekstur á Garðakaffi.


5.  1203206 - Tjaldsvæði- samningur um rekstur 2012
 Verkefnastjóri gerði grein fyrir því að gengið hefur verið frá samningi um rekstur á tjaldsvæðinu í Kalmansvík.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00