Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

50. fundur 28. mars 2012 kl. 17:00 - 18:10

50. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18, 28. mars 2012 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Sveinn Kristinsson (SK), formaður
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Ása Helgadóttir, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Elsa Lára Arnardóttir, varamaður
Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari

Fundargerð ritaði:  Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari.

Fyrir tekið:

1. 1203204 - Bókasafn - árskýrsla 2011
Á fundinn mætti til viðræðna Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókavörður. Gerði hún grein fyrir ársskýrslu bókasafnsins, héraðsskjalasafns og ljósmyndasafns Akraness fyrir árið 2011. Ársskýrslunar eru aðgengilegar á vef bókasafnisins. (www//bokasafn.akranes.is)
Stjórn Akranesstofu þakkar fyrir greinargóðar skýrslur.
Skýrslurnar lagðar fram. 
   
2. 1112097 - Byggðasafnið - starfsmannamál
Á fundinn mætti Jón Allansson, forstöðumaður Byggðasafnsins.
Jón gerði grein fyrir starfsmannamálum í safninu.  Fram kom að Alma Auðunsdóttir mun ljúka störfum sínum í safninu nú um mánaðarmótin.  Stjórn Akranesstofu færir henni þakkir fyrir störf hennar í þágu safnsins og felur forstöðumanni að auglýsa starfið laust til umsóknar.
Jafnframt upplýsti Jón um starfsemi safnsins í vetur.
   
3. 1203207 - Garðakaffi - samningur um rekstur 2012
Málinu frestað.
   
4. 1203206 - Tjaldsvæði- samningur um rekstur 2012
Málinu frestað.
   
5. 1008030 - Kirkjuhvoll, listasetur - starfsemi
Málinu frestað.
   
6. 0903133 - Kútter Sigurfari - staða mála
Rætt um stöðu málsins.  Afgreiðslu frestað.
   
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00