Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

46. fundur 04. október 2011 kl. 17:15 - 18:18

46. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 4. október 2011 og hófst hann kl. 17:15
Fundinn sátu:
Sveinn Kristinsson (SK), formaður
Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri
Elsa Lára Arnardóttir, varamaður
Hannesína A Ásgeirsdóttir, varamaður

Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.

Fyrir tekið:
1. 1106157 - 70 ára afmæli Akraneskaupstaðar 2012
Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarráð að það skipi 5 fulltrúa í sérstaka afmælisnefnd sem hefur með höndum undirbúning vegna ýmissa verkefna og viðburða í tengslum við afmælisárið.
2. 0903133 - Kútter Sigurfari - staða mála
Verkefnastjóri lagði fram erindi sem sent var mennta- og menningarmálaráðherra þann 3. október sl. varðandi málefni kútters Sigurfara.
3. 1106156 - Keltneskt fræðasetur á Akranesi
Verkefnastjóri kynnti drög að skipulagsskrá fræðaseturs um keltnesk fræði sem hugmyndin er að stofnað verði á Akranesi. Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarráð að stofnað verði fræðasetur um keltnesk fræði á Akranesi. Fyrir liggja drög að skipulagsskrá og er formanni og verkefnastjóra falið að vinna þau frekar og leggja fyrir næsta fund til endanlegrar afgreiðslu. Þorgeir hefur ákveðnar efasemdir um heiti fræðasetursins.
4. 1104149 - Kynningarefni fyrir Akranes
Verkefnastjóri lagði fram til kynningar nýjan kynningar- og ímyndarbækling sem m.a. er ætlaður gestum og ferðafólki og verður dreift á upplýsingamiðstöðvar víða um land.
5. 1110011 - Vökudagar 2011
Verkefnastjóri gerði grein fyrir undirbúningi menningar- og listahátíðarinnar Vökudaga sem haldnir verða dagana 27. október til 6. nóvember 2011. Á dagskránni verða m.a. tónleikarnir Ungir-gamlir, jasstónleikar, hin árlega Þjóðahátíð, ljósmynda- og listsýningar o.m.fl.
6. 1110012 - Menningarverðlaun 2011
Hin árlegu menningarverðlaun Akraness verða veitt í tengslum við Vökudaga 27. nóvember til 6. nóvember nk. en stjórn Akranesstofu tilnefnir verðlaunahafa ár hvert. Ákveðið var að gefa bæjarbúum kost á að senda inn tilnefningar á vef Akraneskaupstaðar.
7. 1110014 - Akranesmynd vegna 70 ára afmælis Akraneskaupstaðar
Erindi Haraldar Bjarnasonar og Friðþjófs Helgasonar þess efnis að gerð verði kvikmynd í tilefni af 70 ára afmæli kaupstaðarréttinga á Akranesi á næsta ári. Stjórn Akranesstofu telur að þetta sé áhugavert verkefni og felur verkefnastjóra að afla nánari upplýsinga um kostnað. við verkefnið.
8. 1101176 - Búnaðarkaup stofnana árið 2011
Erindi frá Halldóru Jónsdóttur, bæjarbókaverði varðandi kaup á tölvubúnaði fyrir bókasafnið. Stjórn Akranesstofu samþykkir að vísa erindinu áfram til afgreiðslu bæjarráðs.
9. 1109005 - Garðakaffi - rekstur
Auglýst var eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur Garðakaffis á Safnasvæðinu. Ein umsókn barst og var hún frá núverandi rekstraraðilum og var hún lögð fram til kynningar. Verkefnastjóra falið að vinna málið áfram fyrir næsta fund.
10. 1110068 - Byggðasafnið í Görðum - Beiðni um aukafjárveitingu
Erindi Jóns Allanssonar, forstöðumanns Byggðasafnsins þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu vegna yfirstandandi árs. Stjórn Akranesstofu samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:18.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00