Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

45. fundur 12. september 2011 kl. 15:00 - 17:55

45. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18,mánudaginn 12. september 2011 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Sveinn Kristinsson (SK), formaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri

Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.
Elsa Lára Arnarsdóttir, Hjördís Garðarsdóttir og Örn Arnarson boðuðu forföll.
Fyrir tekið:

1. 1109082 - Bókasafn - Ýmis mál
Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókavörður mætti til fundarins en til umræðu voru ýmis málefni er snerta starfsemi Bókasafns:
1. Lög um breytingu á lögum um almenningsbókasöfn
Verkefnastjóra er falið að senda bréf til Sambands íslenskra sveitarfélaga og vekja athygli á að sektarupphæð er án endurskoðunarákvæðis.
2. Björnssafn - geymslur
Verkefnastjóra falið að kanna hvort hægt sé að koma hluta safnsins í geymslu að Smiðjuvöllum 9.
3. Björnssafn - aukafjárveiting
Halldóra óskar eftir aukafjárveitingu vegna kostnaðar við móttöku safnsins,  alls krónur 300.000. Stjórn Akranesstofu samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu.
Halldóra vék af fundi kl. 17:30.
2. 1101201 - Akranesstofa-áherslur og verkefni
Verkefnastjóri fór yfir helstu verkefni sem Akranesstofa hefur nú með höndum.
Verkefnastjóri lagði fram verkefnalista sem er í vinnslu. Rætt var með hvaða hætti mætti leggja listann fram með rafrænum hætti svo að stjórnarmenn hefðu aðgang að honum og öðrum gögnum sem tengjast verkefnum Akranesstofu.
   
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:55.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00