Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

42. fundur 03. maí 2011 kl. 17:00 - 18:45

42. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 3. maí 2011 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Gunnhildur Björnsdóttir, formaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri
Guðríður Sigurjónsdóttir, varamaður
Hannesína A Ásgeirsdóttir, varamaður
Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.
Hjördís Garðarsdóttir boðaði forföll á fundinum.
Fyrir tekið:

1.  1105024 - Ársreikningur Byggðasafnsins 2010
Jóhann Þórðarson, endurskoðandi og Jón Allansson, forstöðumaður mættu til fundarins.
Jóhann fór yfir ársreikning Byggðasafnsins fyrir árið 2010. Stjórn Akranesstofu fjallaði um ársreikninginn og áritaði hann að því loknu. Þorgeir Jósefsson telur eðlilegra að eignfæra endurnýjun á hitakerfi Safnahúss að upphæð rúmar 3 milljónir króna. Heildartekjur eru 45.347 milljónir króna en heildargjöld 49.960 milljónir króna. Áætlun gerði ráð fyrir að rekstrarniðurstaða yrði neikvæð um 1.829 milljónir króna. Mismunur skýrist fyrst og fremst af lífeyrissjóðsskuldbindingu, sem nemur samtals tæpum 2.7 milljónum króna, sem ekki var áætlað fyrir. 

Stjórn Akranesstofu leggur til við sveitarstjórnir eignaraðila safnsins að samþykkja ársreikninginn.
Jóhann Þórðarson vék af fundi kl. 17:20.
2.  0903133 - Kútter Sigurfari
Bréf til mennta- og menningarmálaráðherra frá 13. apríl 2011.
Lagt var fram bréf bæjarstjórans á Akranesi, sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar og formanns nefndar um framtíð Kútters Sigurfara þar sem óskað var eftir fundi með ráðherra til að ræða málefni kúttersins.
Jón Allansson vék af fundi kl. 17:40.
3.  1102106 - Markaðsstofa Vesturlands - samstarf sveitarfélaga
Bréf Markaðsstofu Vesturlands frá 14. febrúar 2011
Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarráð Akraness að erindi Markaðsstofu Vesturlands verði samþykkt. 
Stjórn Akranesstofu vonast eftir góðu samstarfi við Markaðsstofuna á komandi misserum og óskar henni góðs gengis í störfum sínum.
4.  1103145 - Starf að ferðamálum og í upplýsingamiðstöð
Ráðning starfsmanns
Verkefnastjóri greindi frá því að gengið hafi verið frá ráðningu Helgu Rúnar Guðmundsdóttur í starfið, en hún mun koma til starfa um miðjan mánuðinn. Alls sóttu 10 umsækjendur um starfið. Stjórn Akranesstofu býður Helgu Rún velkomna til starfa en þakkar umsækjendum jafnframt fyrir umsóknir sínar og þann áhuga sem þeir sýndu starfinu.
5.  1008029 - Upplýsingamiðstöð ferðamanna
Útfærsla og verkefni upplýsingamiðstöðvar
Verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu málsins en ákveðið hefur verið að taka á leigu rými í "Skagamollinu" við Kirkjubraut og er nú unnið að því að búa það húsgögnum og öðrum búnaði. Gert er ráð fyrir að miðstöðin taki til starfa síðar í mánuðinum.
6.  1104149 - Kynningarefni fyrir Akranes
Nýtt kynningarefni fyrir Akranes.
Verkefnastjóri kynnti drög að nýju kynningarefni fyrir Akranes, sem einkum er ætlað gestum og ferðafólki. Kynningarbæklingurinn, sem gefinn verður út á ensku og íslensku verður gefinn út síðar í mánuðinum og dreift á upplýsingamiðstöðvar, hótel og víðar.
7.  1104150 - Viðburðir á Akranesi 2011
Drög að dagskrá viðburða á Akranesi sumarið 2011
Verkefnastjóri kynnti drög að dagskrá helstu viðburða á Akranesi á komandi sumri.
Hátíð hafsins 4. og 5. júní. Verkefnið verður unnið í samstarfi við Björgunarfélag Akraness sem hafa mun umsjón með undirbúningi, framkvæmd og fjölbreyttri dagskrá.

17. júní/Norðurálsmót. Þar sem Norðurálsmótið hefst á Þjóðhátíðardaginn 17. júní má gera ráð fyrir að fjölmargir gestir verði í bænum til að taka þátt í hátíðahöldunum. Dagskráin hefst á Safnasvæðinu um morguninn en eftir hádegið verður skemmtun í Garðalundi. Skrúðganga fer frá Jaðarsbökkum í Garðalund. Um kvöldið verður haldin skemmtun í Akraneshöll.
Írskir dagar 1. til 3. júlí. Gert er ráð fyrir skemmtun í miðbæ að kvöldi föstudagsins í kjölfar hins hefðbundna götugrills víða um bæinn. Dagskrá laugardagsins fer fram á Jaðarsbökkum og í Garðalundi. Meðal nýrra dagskrárliða sem unnið er að má nefna sérstaka "Írska leika", sem er hreystikeppni með írsku ívafi og eru einkum ætlaðir yngra fólki auk þess sem boðið verður upp á fjölskyldukeppni. Einnig er stefnt að keppni í sk. "mýrarbolta" og ýmsar aðrar nýjungar eru í undirbúningi. Á sunnudeginum verður haldin barna- og fjölskylduskemmtun í Garðalundi.
8.  1104151 - Ríkisframlög til safnastarfs.
Bréf Safnaráðs til Fjárlaganefndar Alþingis 6. apríl 2011. 

Lagt fram.
9.  1104086 - Jón Sigurðsson - 200 ár frá fæðingu.

Tölvubréf verkefnisstjóra dags. 19. apríl 2011
Lagt fram.
10.  1104081 - Frumkvöðull Vesturlands 2010
Bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Lagt fram. Stjórn Akranesstofu ræddi tilnefningar sínar og var verkefnastjóra falið að koma þeim á framfæri við SSV.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00