Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

36. fundur 19. október 2010 kl. 17:30 - 18:30

36. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 19. október 2010 og hófst hann kl. 17:30

_____________________________________________________________ 

Fundinn sátu:

Gunnhildur Björnsdóttir, formaður

Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður

Björn Guðmundsson, aðalmaður

Þorgeir Jósefsson, aðalmaður

Anna Leif Elídóttir, aðalmaður

Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri

Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.

Fundinn sat einnig Elsa Lára Arnardóttir, varamaður

_____________________________________________________________ 

Fyrir tekið:

 

1.

1010131 - Vökudagar 2010

Verkefnastjóri lagði fram drög að dagskrá Vökudaga 2010 sem haldnir verða dagana 28. október til 7. nóvember nk. Lokafrestur til að skila inn viðburðum í dagskrána rann út í dag en dagskráin verður m.a. gefin út og borin í öll hús á Akranesi dagana fyrir hátíðina. Stjórn Akranesstofu fagnar fjölbreyttri dagskrá og hvetur bæjarbúa og aðra gesti til að taka þátt í hátíðinni.

 

2.

1010130 - Menningarverðlaun 2010

Verkefnastjóri lagði fram þær tilnefningar sem bárust í gegnum tilnefningakerfið á vefsíðu Akraneskaupstaðar. Tilnefningarnar voru ræddar. Menningarverðlaun Akraness 2010 verða kunngjörð á Vökudögum.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00