Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

33. fundur 07. september 2010 kl. 17:30 - 19:20

33. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 7. september 2010 og hófst hann kl. 17:30

_____________________________________________________________ 

Fundinn sátu:

Gunnhildur Björnsdóttir, formaður

Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður

Björn Guðmundsson, aðalmaður

Þorgeir Jósefsson, aðalmaður

Anna Leif Elídóttir, aðalmaður

Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri

Elsa Lára Arnardóttir, varamaður

Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.

_____________________________________________________________ 

Fyrir tekið:

1.

1008029 - Upplýsingamiðstöð ferðamanna

Erindi bæjarráðs Akraness dags. 26. ágúst 2010 varðandi málefni upplýsingamiðstöðvar.

Formaður gerði grein fyrir hugmyndum sem ræddar voru á fundi formanns og verkefnastjóra með bæjarráði þann 26. ágúst sl. um möguleika þess að efla upplýsingagjöf til gesta og ferðafólks á Akranesi, m.a. með því að opna sérstaka upplýsingamiðstöð miðsvæðis á Akranesi. Stjórn Akranesstofu felur verkefnastjóra að boða þjónustuaðila á Akranesi til fundar við stjórnina um málefni upplýsingamiðstöðvar og ferðaþjónustu almennt á Akranesi.

 

2.

1008055 - Norðurlandameistaramót í eldsmíði 2011 - styrkbeiðni

Erindi Guðmundar Sigurðssonar, dags. 11. ágúst 2010 varðandi möguleika þess að halda Norðurlandameistaramót eldsmiða á Akranesi sumarið 2011.

Stjórn Akranesstofu fagnar því frumkvæði bréfritara að hvetja til þess að slíkt mót verði haldið á Akranesi. Verkefnastjóra er falið að ræða við bréfritara og útfæra nánar með honum mögulegan stuðning Akraneskaupstaðar við verkefnið og umfang slíks stuðnings.

 

3.

1006124 - Akranesstofa - rekstraryfirlit 2010

Rekstraryfirlit Akranesstofu og kostnaður vegna hátíðahalda og viðburða.

Verkefnastjóri gerði grein fyrir rekstrarstöðu Akranesstofu og fór yfir fjármál vegna hátíðahalda og viðburða. Rekstur almennrar starfsemi Akranesstofu er á áætlun en hátíðahöld og viðburðir eru nokkuð umfram fjárhagsáætlun ársins og rakti verkefnastjóri helstu ástæður þess. Stjórn Akranesstofu felur formanni og verkefnastjóra að kynna stöðuna fyrir bæjarráði.

 

4.

0903133 - Kútter Sigurfari

Umræður um viðauka við samning við mennta- og menningarmálaráðuneytið um varðaveislu Kútters Sigurfara og skipan starfshóps til að hafa umsjón með framgangi verkefnisins.

Formaður gerði grein fyrir hugmyndum um að sett verði á stofn sérstök framkvæmdanefnd um varðveislu Kútters Sigurfara en hlutverk nefndarinnar er að leggja fram tillögur um með hvaða hætti skuli staðið af varðveislu skipsins. Stjórn Akranesstofu samþykkir stofnun nefndarinnar og felur verkefnastjóra að vinna drög að erindisbréfi slíkrar nefndar og leggja fram á næsta fundi stjórnar.

 

5.

0901156 - Viskubrunnur í Álfalundi

Verkefnastjóri kynnir framgang verkefnisins og næstu skref.

 

 

6.

1008027 - Bæjarlistamaður Akraneskaupstaðar 2010

Á 31. fundi stjórnar Akranesstofu kom fram tillaga um að gefa almenningi kost á að tilnefna bæjarlistamann og koma með tillögur um menningarverðlaunahafa með rafrænum hætti á vef Akraneskaupstaðar.

Verkefnastjóri kynnti veflausn sem gerir tilnefningar almennings á Akranesvefnum mögulegar. Stjórn Akranesstofu felur verkefnastjóra að setja umrætt verkefni af stað og gefa almenningi þannig kost á að taka þátt í að tilnefna bæjarlistamann og menningarverðlaunahafa. Lagt er til að frestur til að skila inn tilnefningum á vefnum renni út þann 15. október nk.

 

7.

1009011 - Listaverkasafn Akraneskaupstaðar

Farið hefur fram skráning á listaverkasafni Akraneskaupstaðar og mat á verðmæti þess.

Verkefnastjóri gerði grein fyrir þessari vinnu og helstu niðurstöðum. Skráningin er unnin af starfsmanni Kirkjuhvols og fólst í því að ljósmyndir voru teknar af öllum listaverkum í eigu bæjarins ásamt því að allar helstu upplýsingar um viðkomandi listaverk og listamenn voru skráðar. Gallerí Fold hafði umsjón með mati á listaverkasafninu. Stjórn Akranesstofu fagnar því að þessu verkefni skuli nú lokið og felur verkefnastjóra að kynna niðurstöður þess fyrir bæjarráði.

 

8.

1009018 - Garðakaffi

Erindi frá rekstraraðila Garðakaffis varðandi mál sem viðkomandi óskaði eftir að tekið yrði til afgreiðslu stjórnar.

Stjórn Akranesstofu samþykkir að boða rekstraraðila Garðakaffis til viðræðna um málið á næsta fund stjórnar.

 

Þorgeir lagði fram eftirfarandi bókun:

 

"Undirritaður lýsir furðu sinni á að pólítískt kjörnir fulltrúar meirihlutans skuli samþykkja það með þögn sinni að nokkrir af æðstu embættismönnum Akraneskaupstaðar reyni að þagga niður húsbrot varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Garðakaffi þann 12.ágúst sl. þar sem hann, við annan mann, fjarlægði kaffivél.  Kaffivél sem forstöðumaður Byggðasafnsins hafði gefið rekstraraðilum leyfi til að gera upp og nýta.  Í framhaldi seldi síðan annar forstöðumaður hjá Akraneskaupstað þessa kaffivél til samkeppnisaðila Garðakaffis langt undir raunverði án þess að gefa rekstraraðilum Garðakaffis möguleika á að gera tilboð í vélina. 

Ég hlýt því að spyrja hvort meðferð málsins í bæjarkerfinu sé í anda ?gegnsærrar og heiðarlegrar stjórnsýslu? sem Samfylkingin boðaði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar?"

 

Þorgeir Jósefsson

 

Aðrir stjórnarmenn áskilja sér rétt til að bóka um málið á næsta fundi stjórnar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00