Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

31. fundur 12. ágúst 2010 kl. 17:30 - 19:00

31. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18, fimmtudaginn 12. ágúst 2010 og hófst hann kl. 17:30


Fundinn sátu:

Gunnhildur Björnsdóttir, formaður

Hjördís Garðarsdóttir, varaformaður

Dagný Jónsdóttir, aðalmaður

Björn Guðmundsson, aðalmaður

Þorgeir Jósefsson, aðalmaður

Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri

 

Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.

 

Einnig var mætt til fundarins Anna Leif Elídóttir, aðalmaður, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar.


Fyrir tekið:

 

1.

1006124 - Akranesstofa - rekstraryfirlit 2010

Fjármál Akranesstofu

Verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Stjórnin telur að upplýsingarnar séu ekki greinanlegar og felur verkefnastjóra að láta leiðrétta umræddar færslur. Verkefnastjóra falið að leggja fram uppgjör vegna hvers viðburðar um sig. Frekari umræðum frestað til septemberfundar.

 

2.

1008026 - Vökudagar 2010

Ákvörðun um tímasetningu Vökudaga 2010.

Stjórn Akranesstofu samþykkir að Vökudagar 2010 verði haldnir dagana 28. október til 7. nóvember nk.

 

3.

1008026 - Vökudagar 2010

Menningarverðlaun Akraness á Vökudögum.

Stjórnarmönnum falið að koma með hugmyndir á septemberfundi stjórnar. Rætt var um að gefa bæjarbúum kost á að koma með tilnefningar á vef Akraneskaupstaðar. Verkefnastjóra falið að útfæra hugmyndina.

 

4.

1008027 - Bæjarlistamaður Akraneskaupstaðar 2010

Starfsstyrkur bæjarlistamanns Akraneskaupstaðar á Vökudögum.

Stjórnarmönnum falið að koma með hugmyndir á septemberfundi stjórnar. Rætt var um að gefa bæjarbúum kost á að koma með tilnefningar á vef Akraneskaupstaðar. Verkefnastjóra falið að útfæra hugmyndina.

 

5.

0909012 - Ljósmyndasafn Akraness - starfsmannamál.

Verkefnastjóri fór yfir stöðu mála. Stjórn Akranesstofu felur verkefnastjóra að vinna málið áfram í samræmi við þær umræður sem fram fóru á fundinum.

 

6.

1008025 - Safnasvæðið í Göðum - starfsmannamál

Verkefnastjóri fór yfir stöðu mála. Stjórn Akranesstofu felur verkefnastjóra að vinna málið áfram í samræmi við þær umræður sem fram fóru á fundinum.

 

7.

0903133 - Kútter Sigurfari

Samningur við mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Formaður gerði grein fyrir stöðu mála. Stjórn Akranesstofu mælist til þess við bæjarráð Akraness að það gangi frá samningum við mennta- og menningarmálaráðuneytið um varðveislu Kútters Sigurfara eins fljótt og kostur er.

 

8.

1008029 - Upplýsingamiðstöð ferðamanna

Stjórn Akranesstofu leggur til að upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Akranesi verði staðsett á Safnasvæðinu og óskar þess að bæjarráð staðfesti það. Stjórnin leggur jafnframt til að kannaðir verði möguleikar á því að efla upplýsingagjöf og aðra slíka þjónustu við gesti og ferðafólk á öðrum opinberum stöðum þar sem ferðamenn er tíðir gestir, s.s. á tjaldsvæði bæjarins, í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum, á bókasafni og í þjónustuveri bæjarins á Stillholti.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00