Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

23. fundur 15. desember 2009 kl. 17:00 - 17:45

23. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn þriðjudaginn 15. desember 2009 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.

_____________________________________________________________ 

Mættir:                  Þorgeir Jósefsson, formaður

Bergþór Ólason, varaformaður

Valgarður L. Jónsson, aðalmaður

Þröstur Þór Ólafsson, varamaður

Margrét Snorradóttir, aðalmaður

Arnheiður Hjörleifsdóttir, aðalmaður, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar.

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

_____________________________________________________________ 

Fyrir tekið:

1.   Samstarf stofnana sem heyra undir Akranesstofu

Undanfarnar vikur hafa  verkefnastjóri Akranesstofu, forstöðumaður Byggðasafnsins, bæjarbókavörður og forstöðumaður Kirkjuhvols unnið að tillögum um nánara samstarf þeirra stofnana sem heyra undir Akranesstofu. Verkefnastjóri Akranesstofu hefur tekið saman greinargerð og drög að nýjum starfslýsingum og verkefnum. Málið hefur verið rætt á undanförnum fundum í stjórn Akranesstofu.

Verkefnastjóri Akranesstofu leggur fram eftirfarandi tillögu:

·   Ljósmyndasafn Akraness verði gert að sjálfstæðu safni þar sem áhersla er lögð á að kynna þann fjársjóð sem safnið geymir fyrir íbúum Akraness, gestum og ferðafólki. Safninu verði um leið tryggður sjálfstæður fjárhagur. Starfsmaður safnsins heyri beint undir Akranesstofu og þannig tryggð bein tenging safnsins við Akranesstofu.

·   Starfsmaður á Safnasvæði sem hefur m.a. umsjón með viðburðum, kynningarmálum, vefsíðu og upplýsingagjöf verði starfsmaður Akranesstofu með aðsetur á Safnasvæðinu. Starfsmaðurinn mun eftir sem áður vinna að ýmsum verkefnum á svæðinu, s.s. skráningu muna, texta- og sýningagerð í samvinnu við forstöðumann.

·   Starf forstöðumanns Kirkjuhvols verði endurskoðað og eflt og starfsstöð hans flutt  á Bókasafn Akraness/Héraðsskjalasafn Akraness þar sem listaverkasafn Akraneskaupstaðar er varðveitt að hluta. Þar fari fram skráning verkanna og önnur umsýsla með þeim ásamt því sem viðkomandi starfsmaður gengur í störf á Bókasafninu eftir því sem þörf krefur á hverjum tíma. Viðkomandi starfsmaður heyrir eftir sem áður beint undir Akranesstofu.

·   Áhersla verði lögð á einfaldar boðleiðir, teymisvinnu og samnýtingu alls starfsfólks þeirra stofnana sem heyra undir Akranesstofu þar sem áðurnefndir starfsmenn leika lykilhlutverk í að efla enn frekar samstarf viðkomandi stofnana með virkri þátttöku þeirra sem þar starfa.

Stjórn Akranesstofu samþykkir tillöguna samhljóða og felur verkefnastjóra að koma henni ásamt greinargerð og drögum að starfslýsingum til bæjarráðs Akraness og sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar til afgreiðslu.

2.   Önnur mál

Lagt er til að næsti fundur stjórnar Akranesstofu verði haldinn þriðjudaginn 19. janúar 2010 í nýja stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar í Melahverfi.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00