Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

19. fundur 01. september 2009 kl. 17:00 - 18:20

19. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn þriðjudaginn 1. september 2009 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.

_____________________________________________________________ 

Mættir:                  Þorgeir Jósefsson, formaður

Bergþór Ólason, varaformaður

Margrét Snorradóttir, aðalmaður

Þröstur Þór Ólafsson, varamaður

Arnheiður Hjörleifsdóttir, aðalmaður, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar.

 

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð.

_____________________________________________________________ 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fyrir tekið: 

1.   Málefni Bíóhallarinnar

Lagðar voru fram tillögur og hugmyndir frá þremur aðilum sem bárust til Akranesstofu eftir að auglýst hafði verið eftir áhugasömum aðilum til að koma að rekstri Bíóhallarinnar samkvæmt samþykkt bæjarráðs frá 22. maí sl. 

Stjórn Akranesstofu samþykkir  að fela formanni og verkefnastjóra að ganga til viðræðna við umrædda aðila.

2.   Málefni tjaldsvæðisins í Kalmansvík

Verkefnastjóri lagði fram minnisblað með tillögum og hugmyndum um uppbyggingu tjaldsvæðisins í Kalmansvík. Einnig voru lagðar fram tillögur um útplöntun skjólbelta og tillögur framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu um framgang verkefnins. 

Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarráð Akraness að þeim fjármunum  sem gert er ráð fyrir í Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2009 vegna útplöntunar og umhverfisframkvæmda á tjaldsvæðinu, alls ein milljón króna, verði ráðstafað til framtíðarhönnunar svæðisins og nánasta umhverfis vegna síaukinnar aðsóknar. Verkefnastjóra AKranesstofu verði falin umsjón með hönnuninni í samráði við framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfissviðs.

3.   Viðburðir sumarsins 2009 ? uppgjör 

Verkefnastjóri lagði fram lokauppgjör vegna Hátíðar hafsins og 17. júní.  Enn liggur ekki fyrir lokaniðurstaða vegna Írskra daga. Hátíð hafsins: Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir 1.000.000 en endurskoðuð áætlun skv. ákvörðun bæjarráðs frá 10. júní hljóðaði upp á 500.000 kr. Endanleg niðurstaða vegna viðburðarins var kr. 589.775. 17. júní: Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir 2.000.000 en endurskoðuð áætlun skv. ákvörðun bæjarráðs frá 10. júní hljóðaði upp á 1.500.000 kr. Endanleg niðurstaða vegna viðburðarins var kr. 1.885.281.

4.   Vökudagar 2009

Stjórn Akranesstofu ákveður að Vökudagar 2009 fari fram dagana 28. október til 1. nóvember nk. Verkefnastjóra er falið að taka saman drög að dagskrá og leggja fram á næsta fundi stjórnar. 

5.   Önnur mál 

      a.   Breytingar á reglum um notkun skjaldarmerkis Akraneskaupstaðar 

Verkefnastjóri lagði fram til kynningar minnisblað sem lagt var fyrir bæjarráð og samþykkt á fundi ráðsins hinn 20. ágúst sl. varðandi breytingar á reglum um notkun skjaldarmerkis Akraneskaupstaðar. 

      b.   Samstarf stofnana

Verkefnastjóri kynnti hugmyndir um samstarf þeirra stofnana sem heyra undir Akranesstofu sem miða m.a. að þverfaglegri teymisvinnu starfsmanna viðkomandi stofnana, eins og nýtt stjórnskipulag fyrir Akraneskaupstað gerir ráð fyrir.  Stjórn Akranesstofu felur verkefnastjóra að vinna áfram að málinu.              

      c.   Starfsmannamál á Ljósmyndasafni Akraness 

Stjórn Akranesstofu leggur til við bæjarráð Akraness að ráðinn verði tímabundið starfsmaður að Ljósmyndasafni Akraness á meðan deildarstjóri safnsins er í fæðingarorlofi. Með þeim hætti má tryggja áframhaldandi uppbyggingu safnsins.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20.

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00