Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

13. fundur 03. mars 2009 kl. 17:00 - 18:45

13. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn þriðjudaginn 3. mars 2009 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.


 

Mættir:         Þorgeir Jósefsson, formaður

                   Margrét Snorradóttir

                   Hjördís Garðarsdóttir

                   Bergþór Ólason

                   Arnheiður Hjörleifsdóttir, fulltrúi Hvalfjarðarsveitar

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð. 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fyrir tekið:

1. Málefni Bókasafns Akraness ? Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókavörður mætir til fundarins.

Halldóra kynnti ársskýrslu Bókasafns Akraness árið 2008 og rædd voru ýmis mál er varða bókasafnið og starfsemi þess. Ársskýrsla bókasafnsins verður aðgengileg á vef safnsins, www.akranes.is/bokasafn.

Einnig fór hún yfir fjárhagsáætlun vegna lausabúnaðar og annars viðkomandi hinu nýja bókasafni.

- Halldóra yfirgaf fundinn kl. 17:28 -

2. Viskubrunnur ? staða verkefnis og næstu skref.

Verkefnastjóri sagði frá stöðu hönnunar og  framkvæmda og vinnu við undirbúning og þróun dagskrár í tengslum við Viskubrunn.

3. Lókal ? menningarmiðstöð á Breið ? staða mála.

Formaður gerði grein fyrir fundi með forsvarsmönnum HB Granda hf. þar sem ræddar voru m.a. hugmyndir um stofnun sjálfseignarfélags utan um verkefnið.  Verkefnisstjóra falið að vinna verkefnið áfram.

4. Styrkúthlutun Menningarráðs Vesturlands 2009.

Verkefnastjóri gerði grein fyrir þeim styrkjum sem Menningarráðið veitti til verkefna á vegum Akranesstofu.  Um er að ræða styrk að upphæð krónur 2.400.000 vegna eftirtalinna verkefna: Lista- og menningarmiðstöð á Breið, merking/handbók um áhugaverða staði á leiðinni um Hvalförð til Akraness, Listasetrið Kirkjuhvoll, leikgerð um Jón Hreggviðsson og farandsýning frá Færeyjum um ?Færeyjabátinn?. Styrkir til annarra verkefna á Akranesi voru samtals kr. 3.310.000.

5. Tilhögun viðburða ? tillögur verkefnastjóra.

Verkefnastjóri fór yfir hugmyndir um breytta tilhögun viðburða. Honum var falið að leggja fram ítarlegri tillögur ásamt skiptingu kostnaðar vegna hvers viðburðar um sig.

6. Fjárframlög samkvæmt fjárhagsáætlun til stofnana sem heyra undir Akranesstofu.

Formaður fór yfir yfirlit um fjárframlög til þeirra stofnana bæjarins sem heyra undir Akranesstofu, unnið af fjármálastjóra Akraneskaupstaðar.

7. Önnur mál.

a.  Formaður ræddi um málefni Kútters Sigurfara.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00