Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

10. fundur 01. desember 2008 kl. 18:00 - 19:35

10. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn mánudaginn 1. desember 2008 í fundarherbergi á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.


 Mættir:              Þorgeir Jósefsson, formaður

                         Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

                         Bergþór Ólason

                         Hjördís Garðarsdóttir

                         Arnheiður Hjörleifsdóttir   

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð. 


Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 Fyrir tekið:

 1.     Söfnunarstefna Byggðasafnsins að Görðum.

Jón Allansson, forstöðumaður Byggðasafnsins mætti til fundarins undir þessum lið. Jón gerði grein fyrir þeim breytingum sem hann leggur til að gerðar verði á söfnunarstefnu safnsins.

 Stjórnin samþykkir þessar breytingar.

 2.   Kynning: ?Viskubrunnur í Álfalundi?. Greinargerð starfshóps ? drög.

Starfshópur um verkefnið mætti til fundarins undir þessum lið til kynningar og umræðu um verkefnið.

 Stjórnin þakkar starfshópnum fyrir frábært starf og vonar að tillögum hans verði tryggður framgangur.

 3.    Uppgjör Vökudaga 2008.

Verkefnastjóri leggur til að umræðu um uppgjör Vökudaga verði frestað til næsta fundar stjórnar þar sem reikningar vegna hátíðarinnar eiga enn eftir að berast.

 Stjórnin samþykkir að fresta umræðu til næsta fundar.

 4.    Erindisbréf Akranesstofu.

Formaður kynnti drög að erindisbréfi.

 Stjórnin gerir engar athugasemdir og beinir því til bæjarráðs að erindið verði samþykkt.

 5.    Menningarráð Vesturlands.

Verkefnastjóri kynnti hugmyndir um þær umsóknir sem sendar verða til Menningarráðsins frá Akranesstofu og samstarfsaðilum hennar.

 Stjórn Akranesstofu ítrekar hvatningu sína til sem flestra aðila að sækja um styrk til Menningarráðsins.

 6.    Önnur mál.

        a.  Nýtt kynningarefni um Akranes. Verkefnastjóri kynnti ritið ?Akranes ? mannlíf og menning? sem gefið var út á dögunum.

       b.  Menningarmiðstöð á Breið.  Verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins, m.a. að borist hefðu viljayfirlýsingar vegna verkefnisins frá Listaháskóla Íslands og ?Das Arts? ? listaakademíu í Amsterdam, Hollandi.

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:35.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00