Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

2. fundur 03. júní 2008 kl. 17:30 - 18:20

 2. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn þriðjudaginn 3. júní 2008 í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:30.


Mættir:            Þorgeir Jósefsson, formaður

                      Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

                      Rún Halldórsdóttir

                      Bergþór Ólason                   

 Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð. 

 


Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 Fyrir tekið:

 1. Erindisbréf Akranesstofu.

 Erindisbréf Akranesstofu hefur verið sent bæjarráði til afgreiðslu.

Verkefnastjóri lagði fram verkefnalista Akranesstofu fyrir júní-september 2008.

 2. Umsögn lögmanns um bréf Þórdísar Gylfadóttur.

 Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 3. Erindi bæjarráðs dags. 29. maí vegna ?Lopapeysan 2008?.

 Stjórn Akranesstofu styður það að ?Lopapeysan 2008? verði leyfð og verkefnastjóra falið að koma formlegu svari til bæjarráðs.

 4. Tillaga frá bæjarráði vegna háskólaseturs.

 Samþykkt að fela formanni stjórnar Akranesstofu að ræða við þann fulltrúa Háskóla Íslands sem hefur með málefni fræðasetra að gera.

 5.  Önnur mál.

 Samþykkt er til að fastur fundartími stjórnar verði 1. og 3. þriðjudagur hvers mánaðar kl. 17:30.

 Samþykkt er að 3. fundur stjórnar Akranesstofu verði þriðjudaginn 10. júní kl. 17:30.

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00