Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

1. fundur 29. maí 2008 kl. 17:00 - 18:25

1. fundur stjórnar Akranesstofu var haldinn fimmtudaginn 29. maí 2008 í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:30.


Mættir:              Þorgeir Jósefsson, formaður

                        Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

                        Bergþór Ólason

                        Valgarður L. Jónsson                       

 

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð. 


 Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 Fyrir tekið:

 1.   Akranesstofa.  

Drög að erindisbréfi Akranesstofu lögð fram og rædd. Formanni og verkefnisstjóra er falið að ganga frá erindisbréfinu og gera á því þær breytingar sem ræddar voru á fundinum.

 Stjórnin samþykkir að fela lögmanni bæjarins að draga upp nýja skipulagsskrá fyrir Byggðasafnið í Görðum og hafa til hliðsjónar drög að erindisbréfi fyrir Akranesstofu.

 Lagður fram listi yfir þau lög sem ná til starfsemi og verkefna er heyra undir Akranesstofu.

 2.   Írskir dagar.

Verkefnastjóri kynnti undirbúning hátíðarinnar. Málin rædd.

 3.    Erindi tómstunda- og forvarnanefndar.

Lagt fram bréf tómstunda- og forvarnanefndar dags. 13.05. 2008. Stjórnin fagnar áhuga nefndarinnar á Írskum dögum og felur verkefnastjóra að kynna undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar fyrir nefndinni.

4.    Bréf Þórdísar Gylfadóttur.

Lagt fram bréf Þórdísar Gylfadóttur, ódagsett. Stjórnin samþykkir að óska eftir greinargerð lögmanns bæjarins vegna erindisins.

 5.   Verkefni í gangi.

Verkefnastjóri fór yfir þau verkefni sem eru í gangi og það sem framundan er.

 6.    Önnur mál.

Bréf Ísólfs Haraldssonar f.h. Vina hallarinnar mótt. 23. maí 2008 vegna Lopapeysunnar 2008. Verkefnastjóra falið að vinna drög að umsögn fyrir næsta fund. 

 Bréf SHA dags. 19. maí þar sem boðið er til vígslu vatnslistaverks við Sjúkrahúsið. Lagt fram.

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:25.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00