Fara í efni  

Starfshópur um uppbyggingu á Jaðarsbökkum

8. fundur 20. júní 2023 kl. 13:00 - 15:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Magnea Þórey Hjálmarsdóttir formaður
  • Daníel Rúnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Uppbygging við Jaðarsbakka - Starfshópur

2303156

Stefnumótunarvinnu áframhaldið, ásamt því að skipuleggja þarf vinnu starfshóps yfir sumarið.
Rifjaðir upp helstu þættir vinnunnar sem er lokið og farið yfir hvar við stöndum í dag. Vinnan er komin á síðasta stigið, gerð aðgerðaáætlunar, sem stefnt er að því að ljúka 21.ágúst 2023 í samræmi við tímaáætlun í viljayfirlýsingu.
Ljóst er að vinna þarf töluvert meira í aðgerðaáætluninni og greina verkefni betur niður, en það verður ekki tímabært fyrr en í haust þegar skipulagsmálin eru komin lengra í vinnslu. Rætt um fyrirkomulag á kynningum á stefnunni, aðgerðaáætluninni og vinnunni sem hefur farið fram í hópnum og verður haldið áfram með skipulagningu á því í ágúst.
Skipulagslýsingin var samþykkt í bæjarstjórn 13. júní s.l. og var lýsingin auglýst í kjölfarið. Hægt er að fylgjast með umsögnum sem berast vegna skipulagslýsingarinnar hér: https://skipulagsgatt.is/issues/247
og hér:
https://skipulagsgatt.is/issues/249

Ákveðið að næsti fundur verði stuttur stöðufundur á Teams 11. júlí 2023 og síðan verði frí fram í ágúst að öllu óbreyttu.

Fundi slitið - kl. 15:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00