Fara í efni  

Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

13. fundur 15. nóvember 2017 kl. 16:00 - 17:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Laufey Jónsdóttir starfsmaður bæjarskrifstofu
  • Steinunn Sigurðardóttir aðalmaður
  • Viðar Einarsson aðalmaður
  • Jóhannes Ingibjartsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Dagskrá

1.Húsnæðismál eldri borgara, þarfagreining

1710131

Sigurður Páll Harðarson mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála á Dalbrautarreit.
Sigurður Páll fór yfir samskipti sem hann hefur átt við aðila sem hugsanlega geta tekið að sér það verkefni að byggja á Dalbrautarreitnum. Enn liggur ekkert fyrir og ekki búið að auglýsa.
Stefnan er sú að bjóða út verkið í kringum næstu áramót. Gert er ráð fyrir að þjónustumiðstöðin verði á fyrstu hæð og hún verði tilbúin til notkunar árið 2020.

2.Samráðshópur um málefni eldri borgara á Akranesi

1710133

Farið var yfir drög að vinnureglum fyrir Öldungaráð.
Reglur um Öldungaráðið voru samþykktar og verða sem hluti af lokaskýrslu starfshópsins sem skilað verður til bæjarráðs.

3.Húsnæðismál eldri borgara, þarfagreining

1710131

Félagsstarf eldri borgara-húsnæðismál. Steinunn fylgdi málinu eftir.
Rætt var um það húsnæði sem í boði er fyrir félgsstarf eldri borgara og hvernig starfshópurinn vil sjá nýtingu á húsnæði til ársins 2020 þegar áætlað er að þjónustumiðstöðin verði tilbúin. Ákveðið var að skoða alla þá möguleika sem eru til staðar í bæjarfélaginu sem hægt væri að nýta undir félagsstarf.

4.Aldursvænar borgir

1710132

Svala kynnti hugmyndafræði um aldursvænar borgir.
Svala fór yfir kynningu sem fram fór á vegum Reykjavíkurborgar en þeir taka þátt í alþjóðlegu verkefni um aldursvænar borgir.
Aldursvæn borg er borg fyrir allan aldur.
Rætt var um að spennandi væri að taka aldursvænar borgir inn í stefnumótunina sem hluti af þjónustu við alla. Ákveðið að taka það með inn í myndina og verður því stefnumótunin skoðuð út frá aldursvænum borgum.

5.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

1611136

Steinunn mun senda út punkta með framkvæmdum næstu vikna og drög að aðgerðaráætlun.
Ákveðið að halda kvöldfund miðvikudaginn 22. nóvember kl. 20.00 til að ræða aðgerðaráætlunina.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00