Fara í efni  

Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

12. fundur 25. október 2017 kl. 16:00 - 17:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Laufey Jónsdóttir starfsmaður bæjarskrifstofu
  • Steinunn Sigurðardóttir aðalmaður
  • Viðar Einarsson aðalmaður
  • Jóhannes Ingibjartsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Laufey Jónsdóttir verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Íbúaþing um farsæl efri ár á Akranesi

1708094

Niðurstöður íbúaþings, áframhaldandi umræða.
Sjá stefnu Garðabæjar http://www.gardabaer.is/library/Files/Stefnur/Eldri-borgarar/Stefna eldri borgarar2016.pdf
Umræða var um niðurstöður íbúaþingsins og hvað helst vakti áhuga fundarmanna. Sérstaklega var rætt um almenna ánægju fólks með núverandi þjónustu í bæjarfélaginu. Einnig um þá þörf að fólk hafi einn aðila sem hægt er að leita til sem hefur yfirsýn yfir alla þjónustu sem í boði er í bæjarfélaginu, einhverskonar þjónustustjórar. Einnig var rætt um það að fólk vilji halda heilsu, búa við lífgæði og vellíðan. Því var akveðið að semja við Ingrid Kuhlman að halda fyrirlestur um hamingjuna og fá Símenntunarmiðstöðina til samstarfs.
Ingrid Kuhlman er búin að taka saman styttri útgáfu frá íbúaþinginu sem verður sent til bæjarráðs til umfjöllunar og til allra þátttakenda.

2.Húsnæðismál eldri borgara, þarfagreining

1710131

Almenn umræða var um húsnæðismál og ákveðið var að fá Sigurð Pál á fund til að fara yfir hvaða hugsun og framtíðarsýn er í gangi með þjónustumiðstöð í bæjarfélaginu.
Steinunn mun hitta fulltrúa FEBAN og fara yfir þá húsnæðisskýrslu sem unnin var vegna Dalbrautar 6.

3.Þjónusta við eldri borgara

1502124

Framlagt skjal sem var til kynningar á síðasta fundi. Umræður og spurningar.
Umræða um samþætta þjónustu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Það þarf að skerpa á því samstarfi og einnig við önnur þjónustukerfi.
Búið er að sækja um heimild til að auka rými í dagþjónustunni á Höfða fyrir fólk meðheilabilun.

4.Samráðshópur um málefni eldri borgara á Akranesi

1710133

Jóhannes og Viðar komu með endurbætta tillögu um öldungaráð en fyrirmyndina fengu þeir frá Kópavogi.
Ákveðið var að fara yfir og ganga frá tillögu að samþykkt um öldungaráð á næsta fundi samráðshópsins.

5.Aldursvænar borgir

1710132

Svala, Laufey og Steinunn fá á næstunni kynningu á aldursvænum borgum en Reykjavíkurborg tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi. Málið verður kynnt á næsta fundir samráðshópsins.

6.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

1611136

Næsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 15. nóvember kl. 16.00-18.00

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00