Fara í efni  

Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

11. fundur 19. október 2017 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Laufey Jónsdóttir starfsmaður bæjarskrifstofu
  • Steinunn Sigurðardóttir aðalmaður
  • Viðar Einarsson aðalmaður
  • Jóhannes Ingibjartsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Íbúaþing um farsæl efri ár á Akranesi

1708094

Ingrid Kuhlman kynnti niðurstöður íbúaþings um farsæl efri ár sem haldið var 27. september 2017.
Ingrid mun ganga frá skýrslunni til birtingar.
Starfshópurinn þakkar Ingrid fyrir hennar störf og góða vinnu.

2.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

1611136

Húsnæðismál félagsstarfs eldri borgara á Akranesi.
Steinunn fylgir málinu eftir.







Almenn umræða um stöðu mála.

3.Húsnæðismál eldri borgara, þarfagreining

1710131

Vilborg og Svala fylgja málinu eftir.
Almenn umræða um húsnæðismál í tengslum við vinnu starfshóps um húsnæðismál fyrir íbúa Akraness.

4.Samvinna milli þjónustukerfa, núverandi staða

1502124

Laufey fylgir málinu eftir og kynnir samvinnu milli þjónustukerfa og tölulegar upplýsingar um fjölda.
Einnig kynnir hún nýjustu mannfjöldaspá fyrir Akranes.
Lagt fram til kynningar og málið verður áfram rætt á næsta fundi starfshópsins.

5.Samráðshópur um málefni eldri borgara á Akranesi

1710133

Jóhannes og Viðar fylgja málinu eftir.
Jóhannes og Viðar hafa kynnt sér fyrirkomulag samráðs hjá öðrum sambærilegum sveitarfélögum. Þeim líst best á það fyrirkomulag sem verið er að skrifa undir í Kópavogi. Þar eru þrír fulltrúar eldri borgara og þrír bæjarfulltrúar.
Á næsta fundi verður fjallað betur um skipan samráðshóps um málefni eldri borgara.

6.Aldursvænar borgir

1710132

Umræðu frestað til næsta fundar.

7.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

1611136

Steinunn fer yfir næstu skref í vinnu starfshópsins.


Næsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 25. október kl. 16.00
Áfram verður unnið með skýrsluna og niðurstöður hennar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00