Fara í efni  

Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

10. fundur 15. ágúst 2017 kl. 15:00 - 16:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Laufey Jónsdóttir starfsmaður bæjarskrifstofu
  • Steinunn Sigurðardóttir aðalmaður
  • Viðar Einarsson aðalmaður
  • Jóhannes Ingibjartsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra - Íbúaþing um farsæla öldrun

1611136

Laufeyju Jónsdóttur verkefnastjóra og Steinunni Sigurðardóttur starfsmanni starfshópsins var falið að funda með Ingrid Kuhlman um íbúaþing um farsæla öldrun.
Steinunn fór yfir og kynnti niðurstöður frá fundi hennar og Laufeyjar með Ingrid. Starfshópurinn samþykkir að fá Ingrid Kuhlman til að undirbúa og stýra íbúaþingi um farsæla öldrun á Akranesi í samstarfi við starfshópinn.

2.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra - Íbúaþing um farsæla öldrun.

1611136

Steinunn Sigurðardóttir kynnti drög að dagskrá íbúaþings.
Starfshópur samþykkir drög að dagskrá íbúaþings um farsæla öldrun á Akranesi sem haldið verður miðvikudaginn 27. september 2017. Íbúaþingið verður auglýst í fjölmiðlum og á vefsíðum Akraneskaupstaðar.

3.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra - næstu verkefni.

1611136

Í erindisbréfi starfshópsins er forgangsröðun verkefna lögð fram.
Steinunn Sigurðardóttir starfsmaður starfshópsins fór yfir næstu verkefni.

Fundi slitið - kl. 16:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00