Fara í efni  

Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

8. fundur 31. mars 2017 kl. 11:00 - 12:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Finnur Halldórsson aðalmaður
  • Júlíus Már Þórarinsson aðalmaður
  • Laufey Jónsdóttir starfsmaður bæjarskrifstofu
Fundargerð ritaði: Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra - kynnisferð í félagsmiðstöðvar í Kópavogi og Grafarvogi

1611136

Starfshópurinn ásamt Ólafi Adolfssyni, Heiðrúnu Janusardóttur og Ingigerði Guðmundsdóttur fóru í kynnisferð í félagsmiðstöð eldri borgara í Kópavogi og Korpúlfa Reykjavík. Sjá fylgiskjal með samantekt.
Farið var yfir helstu niðurstöður og starfshópurinn óskar eftir að fá formann félags eldri borgara í Kópavogi (FEBK) og forstöðumann félagmiðstöðva fyrir eldri borgara í Kópavogi til að kynna starfsemi félagsmiðstöðva fyrir eldri borgara í Kópavogi og samstarf við FEBK. Kynningin verður opin fyrir alla og auglýst síðar.

2.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra - næstu verkefni starfshópsins

1611136

Samkvæmt erindisbréfi er hlutverk starfshópsins að setja fram skoðun um hvernig hann sér heildarþróun í málaflokknum.
Starfshópurinn hefur farið í kynnisferðir til annarra sveitarfélaga og fengið upplýsingar um fyrirkomulag þjónustu við aldraða.
Starfshópurinn leggur til að haldinn verði opinn kynningarfundur á starfsemi félagsmiðstöðva í Kópavogi.

Einnig verði haldin kynning á tilraunaverkefni um frístundaráðgjöf á vegum Akraneskaupstaðar.

Á 35. fundir velferðar- og mannréttindaráðs bókaði ráðið áhuga sinn að hafa opinn íbúafund um málefni 60 ára og eldri á Akranesi sem liður í stefnumótun. Fulltrúar í starfshópnum óskar eftir samstarfi um útfærslu um framkvæmd íbúafundarins.

Fundi slitið - kl. 12:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00