Fara í efni  

Starfshópur um atvinnumál (2011-2013)

20. fundur 07. júní 2012 kl. 20:00 - 22:00

20. fundur starfshóps um atvinnumál, haldinn  í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18, 7. júní 2012 og hófst hann kl. 20:00.

Fundinn sátu:
Hörður Svavarsson, aðalmaður
Ólafur Adolfsson, aðalmaður
Guðni Tryggvason, aðalmaður
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Guðjón Steindórsson, verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði:  Guðjón Steindórsson, verkefnastjóri.

Fyrir tekið:
1. 1206040 - Háhiti - atvinnumálanefnd
Fundargerð aðalfundar Háhita frá 30. maí 2012 lögð fram.
Kjörið var í nýja stjórn Háhita á aðalfundi og hana skipa:
Ingibjörg Valdimarsdóttir, stjórnarformaður
Guðni Tryggvason
Hörður Svavarsson
Ólafur Adólfsson
Sævar Freyr Þráinsson

2. 1205062 - Þróunar- og nýsköpunarfélag Hvalfjarðarsveitar, Akraness og Faxaflóahafna.
Drög að tillögu lögð fram á fundinum.
Tillögurnar fela í sér fyrirkomulag á stofnun og rekstri fyrirhugaðs þróunar- og nýsköpunarfélags.
Starfshópur leggur til að tillögur verði lagðar fyrir bæjarráð til samþykktar.

3. 1106158 - Innovit - atvinnu- og nýsköpun.
Uppgjör vegna undirbúningsvinnu á nýsköpunar- og atvinnumálahelgi sem haldin var á Akranesi helgina 27.-29.apríl.
Bráðabirgðaruppgjör var kynnt en endanlegt uppgjör verður tekið fyrir á næsta fundi.

4. 1109151 - Framleiðsla á innrennslislyfjum.
Bréf frá Centra ráðgjöf dags. 7. maí 2012, vegna viðbótarreiknings.
Drög að bréfi til Velferðarráðuneytisins vegna verkefnisins lagt fram.  Verkefnastjóra falið að klára bréfið og senda til ráðherra.

5. 1203161 - Undirbúningsfundur vegna IPA umsókna
Kynning frá Önnu Margréti Guðjónsdóttur, verkefnastjóra hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, um IPA umsókn Vesturlands.
IPA eru aðlögunarstyrkir frá Evrópusambandinu til efnahags- og atvinnuþróunnar með tilvísun í European Regional Development Fund og European Social Fund.  Samband sveitarfélaga á Vesturlandi sækir um styrki í þennan sjóð nýsköpunarverkefna á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.

6. 1107114 - Atvinnumálanefnd
Starfshópurinn ræddi stöðu og framtíð Sementsverksmiðjunnar og hugsanleg áform þeirra.
Einnig ræddi nefndin nokkra nýja kosti sem eru í skoðun hjá nefndinni um atvinnuuppbyggingu á Akranesi.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00