Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

74. fundur 07. maí 2008 kl. 18:00 - 20:15

74. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsalnum miðvikudaginn 7. maí  2008 kl. 18:00.


 Mætt á fundi:              Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður

                                 Ingþór B. Þórhallsson, varaformaður

                                 Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir

                                 Ingibjörg Valdimarsdóttir,

                                 Gunnar Freyr Hafsteinsson 

Áheyrnarfulltrúar:

Sigurður A. Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri Grundaskóla

Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla

Björg Jónsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra

Ásta Huld Jónsdóttir, fulltrúi leikskólastarfsfólks

Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara

Sigurveig Kristjánsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara

Hjördís Grímarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna

Valdís Sigurðardóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna                             

                               

Fundinn sat einnig  Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.


 1. Skóladagatal 2008 ? 2009. Tillaga að skóladagatali vegna næsta skólaárs lögð fram. Nemendaráð, foreldraráð og kennararáð hafa fjallað um tillöguna og samþykkja hana fyrir sitt leyti. Skólanefnd vill minna á afgreiðslu skóladagatals síðasta árs. Þá var ákveðið að gera könnun meðal foreldra um hug þeirra gagnvart vetrarfríi. Skólanefndinni finnst mikilvægt að þessi könnun sé höfð að leiðarljósi við ákvörðun á fjölda vetrarfrísdaga. Skólanefnd minnir líka á að skóladagar nemenda eigi að vera 180 og ekki heimilt að fækka þeim. Ákveðið að skólastjórar grunnskólanna og sviðsstjóri upplýsi nefndina betur um að forsendur sem liggja til grundvallar framlögðu skóladagatali. Staðfestingu á skóladagatali frestað um viku. Sama ákveðið vegna beiðni Grundaskóla um fleiri vetrarfrísdaga vegna námsferðar til Bandaríkjanna.

2. Beiðni um frávik frá skóladagatali. Sigríður Ragnarsdóttir, kennari kynnti Uppbyggingarstefnuna sem Grundaskóli er að innleiða. Grundaskóli hefur óskað eftir því að fá að fara til BNA í vetrarfríinu og hafa 5 daga til umráða til að sækja námskeið og fara í skólaheimsóknir. Sigríður svaraði síðan fyrirspurnum.

3. Skólamálasamþykkt Sambands ísl. sveitarfélaga. Lögð fram.

4. Ályktanir frá aðalfundi Félags leikskólakennara. Lagðar fram.

5. Nafn á nýjan leikskóla sem tekur til starfa við Ketilsflöt í ágúst n.k. Skólanefnd leggur til að nýi leikskólinn fái nafnið Akrasel. Fyrir nokkrum árum var starfandi lítill leikskóli á Akranesi sem bar nafnið Akrasel. Nafnið er þjálft og fellur vel að nöfnum annarra leikskóla á Akranesi.

6. Nýr grunnskóli. Fulltrúar úr skólanefnd hafa skoðað nýja skóla í Reykjavík, Hafnarfirði og Árborg.   Ljóst er að ekki mun takast að reisa nýjan skóla fyrir haustið 2009 og því leggur skólanefnd til við bæjarráð að skólahald hefjist á lóð nýja skólans í lausum kennslustofum haustið 2009 og þannig gefist góður tími að hanna nýja skólabyggingu og móta það skólastarf sem þar mun fara fram.  Umræður urðu um ýmis atriði sem tengjast nýjum skóla og áhrif hans á umhverfi sitt.

7. Önnur mál.  Sigurveig og Ingibjörg Jóna gerðu að umtalsefni það ástand sem er í grunnskólunum að kennarar hafa ekki sinnt forfallakennslu að undanförnu til að leggja áherslu á beiðni sína um greiðslu frá Akraneskaupstað vegna álags á skólaárinu. Málin rædd.

Skólanefnd fagnar því að grunnskólarnir hafa fengið styrki úr Þróunarsjóði Menntamálaráðuneytis. Brekkubæjarskóli fékk styrk vegna gerðar handbókar um sérkennslu og Grundaskóli vegna verkefnisins ?Varstu til í gamla daga??

  

Fleira ekki gert fundi slitið kl.  20:15

 

 

 

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00