Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

70. fundur 10. október 2007 kl. 17:30 - 19:20

70. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsalnum miðvikudaginn 10. október 2007 kl. 17:30.


 

Mætt á fundi:              Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður

                                 Ingþór B. Þórhallsson, varaformaður

                                 Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir

                                 Ingibjörg Valdimarsdóttir,

                                 Gunnar Freyr Hafsteinsson

 

Áheyrnarfulltrúar:

Ingunn Ríkharðsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra

Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla

Sigurður A. Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri Grundaskóla

Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara

Sigurveig Kristjánsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara

Hjördís Grímarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna

                                

                                

Fundinn sat einnig Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.


 

1. Vetrarstarf grunnskólanna. Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla og Sigurður A. Sigurðsson aðstoðarskólastjóri Grundaskóla fóru yfir helstu þætti í skólastarfi grunnskólanna og kom þar m.a. fram að 417 nemendur eru í Brekkubæjarskóla og 566 í Grundaskóla. Í Grundaskóla hefur verið gerð breyting á stjórnun skólans einungis einn deildarstjóri er starfandi en síðan stýrimenn fyrir hverja tvo árganga þannig að fimm stýrimenn eru starfandi. Farið var yfir ýmis verkefni í skólunum og m.a. nefnt að Ásta Egilsdóttir sér um byrjendalæsisverkefnið í báðum skólum. Fjöldi kennara er 47 í Brekkubæjarskóla og 44 í Grundaskóla. Áherslur sem eru sameiginlegar í báðum skólunum eru byrjendalæsi, Ungir ? gamlir, forskólanám í 2. bekk og frístundaskóli. Áherslur í vetur í Grundaskóla eru m.a. eru eftirfarandi: móðurskóli í umferðarfræðslu, uppeldi til ábyrgðar, nemendalýðræði, alþjóðlegt samstarf (þrjú verkefni), endurskoðun skólanámskrár og vinna við gæðamatskerfi (Bsc). Áherslur Brekkubæjarskóla í vetur verða m.a. eftirfarandi: lífsleiknistefnan Góður og fróður, Grænfánaverkefnið, þróunarstarf á unglingastigi, nemendalýðræði, námsmat/sjálfsmat, útikennsla í náttúrufræði og endurskoðun á skólanámskrá. Í máli þeirra kom einnig fram að nýbúum hefur fjölgað mikið á Akranesi og þá einnig grunnskólanemendum. Þeir nemendur sem hafa enga undirstöðu í íslensku eru allir í Grundaskóla. Málefni þessa hóps rædd. Síðan var fjallað um tækifæri grunnskólanemenda til að stunda nám á framhaldsskólastigi. Mjög algengt er að grunnskólanemendur í landinu stundi framhaldsskólanám í einni til tveimur greinum. Algengast er að nemendur séu í fjarnámi við einhvern af framhaldsskólunum. Samstarf er um náttúrufræðikennslu i grunnskólunum við FVA. Sameiginlegur áfangi er í listum fyrir framhaldsskólanemendur og grunnskólanemendur. Nokkrir nemendur í grunnskólunum eru í fjarnámi  í stærðfræði, ensku, dönsku, latínu og norsku, flestir við Verslunarskólann. Starfshópur í FVA vinnur nú að tillögugerð um hvernig grunnskólanemendur geta stundað nám við FVA. Síðan gerðu skólastjórnendur grein fyrir húsnæðismálum og viðhalds- og endurbótaþörf. Grundaskóli er þéttsetinn og endurmeta þarf þörf fyrir starfsfólk. Rætt um hver næstu skref eiga að vera í uppbyggingu skóla á Akranesi. Framkvæmdir við klæðningu Brekkubæjarskóla og lóð eru á lokastigi og er almenn ánægja með hvernig til hefur tekist.

 

2. Erindi frá bæjarráði dagsett 18.09.07. Bæjarráð óskar eftir umsögn skólanefndar um erindi frá Samtökunum 78. Í bréfi samtakanna er óskað eftir því að Akranes-kaupstaður geri þjónustusamning við samtökin. Samtökin bjóða fræðslufundi fyrir fagstéttir, félags- og ráðgjafarþjónustu, stuðningshópa fyrir ungmenni og jafningjafræðslu. Lagt er til að gerður verði þriggja ára samningur og greiði Akraneskaupstaður kr. 250.000 á ári.

Skólanefnd mælir með því við bæjarráð að gerður verði samningur við Samtökin 78.

 

3. Stefna Samband íslenskra sveitarfélaga í skólamálum. Skólanefnd fagnar       stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í skólamálum og telur að stefnan taki til þeirra þátta sem eðlilegt er að Sambandið hafi forgöngu um.

 

4.  Minnisblað til skólanefndar frá sviðsstjóri og verkefnisstjóra. Í minnisblaðinu er kynnt mikil fjölgun nemenda með annað móðurmál en íslensku. Kynnt er fyrir skólanefnd sú hugmynd að stofna móttökudeild í Grundaskóla og ráða stuðningsfulltrúa sem talar bæði íslensku og pólsku. Skólanefnd styður þá tillögu sem fram kemur í minnisblaðinu og telur rétt að viðkomandi starfsmaður nýtist í starfi með öðrum nemendum í skólum á Akranesi.  Erindið verður sent áfram til bæjarráðs.

 

5. Önnur mál

 Skólanefnd sendir nemendum og starfsfólki Brekkubæjarskóla hamingjuóskir í tilefni af því að skólinn getur nú flaggað Grænfánanum en hann var dreginn að hún 2. október sl..  Skólanefnd vill einnig senda árnaðaróskir til starfsfólks og nemenda Tónlistarskólans á Akranesi en nýtt húsnæði var formlega tekið í notkun 5. október sl. 

Ársskýrslu sérfræðiþjónustu fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs vegna skólaársins 2006 ? 2007 dreift til fundarmanna.

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl.  19:20

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00