Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

69. fundur 29. ágúst 2007 kl. 17:30 - 19:30

69. fundur skólanefndar Akraness haldinn í Grundaskóla miðvikudaginn 29. ágúst 2007 kl.17:30.

 

Mætt á fundi:              Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður

                                 Ingþór B. Þórhallsson, varaformaður

                                 Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir

                                 Ingibjörg Valdimarsdóttir,

                                 Gunnar Freyr Hafsteinsson

Áheyrnarfulltrúar:

Ásta Huld Jónsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla

Sigurður A. Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri Grundaskóla

Valdís Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna

Hlynur Sigurbjörnsson, áheyrnarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar

Lárus Sighvatsson, skólastjóri Tónlistarskólans

Bryndís Bragadóttir, áheyrnafulltrúi Tónlistarskólans

B. Björg Jónsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra

Auk þeirra: Ingunn Ríkharðsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Anney Ágústsdóttir leikskólastjórar.

         


                       

                                

Fundinn sat einnig Svala Hreinsdóttir, verkefnisstjóri FTÍ, og Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.

 

1. Erindi frá Jóni P. Pálssyni bæjarritar dags. 9. ágúst sl.  Í erindinu er óskað eftir umsögn skólanefndar um samstarfsverkefni við Hvalfjarðarsveit. Skólanefnd telur samstarf milli sveitarfélaganna jákvætt á vettvangi skólamála. Samstarfið getur tekið á mörgum þáttum t.d. meiri samskipta nemenda og/eða starfsfólks leik- og grunnskóla. Einnig samráðsvettvangur til að efla faglegt skólahald.

 

2. Erindi Ragnheiðar Þorgrímsdóttur. Á fundi skólanefndar 25. maí var að beiðni bæjarráðs fjallað um hugmynd Ragnheiðar Þorgrímsdóttur. Skólanefnd óskaði þá eftir að leitað yrði eftir viðhorfum starfsfólks grunnskólanna og hver kostnaður væri í tengslum við verkefnið. Nú liggur fyrir að stjórnendur grunnskólanna telja verkefnið mjög áhugavert fyrir 6. bekk en telja sig ekki ráða við kostnaðinn innan sinna fjárheimilda. Kostnaður er áætlaður kr. 1.725.000.- á ári fyrir báða grunnskólanna. Skólanefnd mælir með því við bæjarráð að látið verði reyna á hugmyndina að því gefnu að verkefnið verði vel skilgreint og falli vel að kennslu í 6. bekk. Einnig að sviðsstjóri kanni hvort hægt verði að afla styrkja til verkefnisins.

 

 3. Málefni Tónlistarskólans á Akranesi. Skólanefnd hefur kynnt sér nýtt húsnæði tónlistarskólans og telur að mörg ný tækifæri felist  í nýju og glæsilegu húsnæði skólans. Skólastjóri Tónlistarskólans upplýsti nefndina um að kennsla myndi hefjast samkvæmt áætlun þann 3. september og verið er að leggja lokahönd á húsnæðið þessa dagana. Salurinn verður hins vegar tekinn í notkun um næstu mánaðarmót. Salurinn verður útbúinn með besta hljóðkerfi sem völ er á og munu verða gerðar hljóðprófanir til að kerfið virki sem best. Hljóðkerfinu er m.a. ætlað að tryggja góðan hljómburð fyrir mismunandi gerðir tónlistarflutnings. Hljóðkerfi sem þetta er ekki til annars staðar á Íslandi. Alls hafa 500 eins hljóðkerfi verið sett upp í heiminum. Lárus upplýsti að skólinn hefði fengið tvær kennarastöður til viðbótar frá og með haustinu. Biðlisti er lengstur eftir gítarkennara. Í skólanum eru nú innritaðir 332 nemendur auk um 100 nemenda í forskóla. Rætt um samvinnu Tónlistarskólans og grunnskólanna þriggja.

Skólanefnd telur að á þessum stóru tímamótum sé skynsamlegt að skipa sérstaka skólanefnd sem fer með fagleg og rekstrarleg málefni skólans og mælir með því við bæjarráð að sú leið verði farin.

     4.  Málefni leikskóla.  Skólanefnd heimsótti Skátasel sem opnaði 13. ágúst sl. Hægt verður að veita allt að 40 börnum leikskólavist þar. Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri upplýsti að ráðningar starfsfólks hefðu gengið einstaklega vel en 24 umsóknir bárust um 6 störf  auk matráðs. Einn leikskólakennari auk leikskólastjóra starfar í Skátaseli. Björg leikskólastjóri Vallarsels dreifði upplýsingum um starfsemi Vallarsels. Áherslur í starfinu lúta að tónlist og frjálsum leik. Í vetur verður gefin út bók sem mun innihalda verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við tónlistina. Nýbreytnistarf verður í vetur og snýst það um heimspeki og tónlist. Heimspekihópur mun stjórna innleiðingunni. Heimspekikennari, Sigurður Björnsson, veitir ráðgjöf og kennslu til starfsmanna. Fyrirhugað er að gera myndband um heimspekikennsluna og tengsl heimspeki og tónlistar en ekki er vitað um að áður hafi þessar tvær greinar hafi áður verið fléttaðar saman. Ingunn, leikskólastjóri Garðasels, dreifði upplýsingum um vetrarstarf skólans. Skólinn er heilsuleikskóli með áherslu á gæði í samskiptum. Mikið er lagt upp úr hollu fæði, hreyfingu og dyggðakennslu. Leikskólakennarar eru 3- 4 á hverri deild og starfsmannahópurinn er sterkur. Vinna við árganganámskrá mun hefjast í vetur. Ingunn gerði grein fyrir viðhaldsþörf einkum viðvarandi lekavanda og endurbætur á lóðinni. Anney leikskólastjóri Skátasels  gerði grein fyrir hvernig starfið fer af stað. Innan starfsmannahópsins er farin af stað umræða um hvernig aðalnámsskrá leikskóla og skátagildin skarast. Áherslur í starfinu mun byggja á hvoru tveggja. Guðbjörg leikskólastjóri Teigaseli sagði frá því að í vetur verður unnið að rannsókn á talnaskilning barna í samstarfi við Ólöfu Steinþórsdóttur. En rannsóknin nær til tveggja elstu árganganna. Í starfinu mun áfram verða lögð áhersla á stærðfræði í leikskólastarfinu með margvíslegum hætti. Guðbjörg sagði frá breytingum í starfsmannahaldi. Guðbjörg upplýsti um hvernig viðhaldi var háttað í sumar. Fundarmenn lýstu yfir ánægju með hve metnaðarfull og fjölbreytt leikskólastarf á Akranesi er.  Svala Hreinsdóttir gerði grein fyrir viðhorfskönnun sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna í yngsta og elsta árgangi.  Könnunin leiddi í ljós almenna ánægju foreldra með leikskólastarfið.  Svala gerði grein fyrir nokkrum tölulegum staðreyndum í tengslum við leikskólanna.  Samtals eru 353 börn á leikskólunum og skv. þjóðskrá eru börn í þessum fjórum árgöngum samtals 351.  Fjöldi leikskólabarna með annað móðurmál en íslensku eru 11. Börn sem njóta sérkennslu eru 14.

 

      5. Önnur mál

 

Fleira ekki gert fundi slitið kl.  19:30

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00