Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

56. fundur 08. mars 2006 kl. 16:30 - 17:00

56. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 8. mars 2006 kl. 16:30.


 

Mætt á fundi:             

                                 Jónas H. Ottósson, varaformaður

                                 Sigrún Ríkharðsdóttir

                                 Eydís Aðalbjörnsdóttir

                                 Ingþór Bergmann Þórhallsson

Áheyrnarfulltrúar        Guðbjörg Gunnarsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra

                                Guðríður Sigurjónsdóttir fulltrúi starfsfólks leikskóla

                                Klara Berglind Gunnarsdóttir,  fulltrúi foreldra leikskólabarna

 

Formaður tilkynnti forföll og stýrði varamaður fundi.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Verkefnastyrkur leikskóla.

Í janúar var verkefnastyrkur leikskóla auglýstur og barst ein umsókn frá leikskólanum Teigaseli. Sótt er um styrk til að þróa stærðfræðikennslu á forsendum leikskólastarfs. Ætlunin er að nýta styrkin til endurmenntunar starfsfólks, innkaupa á kennslugögnum sem nýtast vel til stærðfræðikennslu og fleira.  Skólanefnd mælir með því við bæjarráð að Leikskólinn Teigasel hljóti styrkinn árið 2006.

 

2.  Ársyfirlit vegna reksturs leikskóla árið 2004 og tölulegar upplýsingar um leikskólastarf haustið 2005.

Sviðsstjóri fór yfir nokkur atriði í skýrslunni og kom meðal annars fram að dvalargjöld standa undir tæplega 30% rekstrarkostnaðar. Heildarrekstrarkostnaður vegna leikskólanna þriggja var 235 milljónir árið 2004 og útgjöld Akraneskaupstaðar að frádregnum foreldrahluta um 165 milljónir. Meðaltalsútgjöld vegna hvers barns voru um 475 þúsund árið 2004.  Haustið 2005 voru 337 börn á leikskólunum, þar af var 51 % í 8 klukkustunda vistun eða lengur. Hlutfall barna sem eingöngu nýta 4 ? 4,5 klukkstundavistun var sl. haust 13%. Nýting leikskólanna er ríflega 100%.

 

3.  Önnur mál.

Ekkert lá fyrir undir liðnum önnur mál.

 

Fundi slitið kl. 17:00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00