Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

54. fundur 05. desember 2005 kl. 17:15 - 18:25

54. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, mánudaginn 5. desember 2005 kl. 17:15.


 

Mætt á fundi:              Jóhanna Hallsdóttir, formaður

                                 Jónas H. Ottósson, varaformaður

                                 Sigrún Ríkharðsdóttir

                                 Eydís Aðalbjörnsdóttir ekki komin

                                 Ingþór Bergmann Þórhallsson

Áheyrnarfulltrúar        Guðbjörg Gunnarsdóttir, leikskólastjóri

                                 Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskólastjóri

                                 Lilja Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri

                                Guðríður Sigurjónsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla

Guðbjartur Hannesson, grunnskólastjóri

Auður Hrólfsdóttir, grunnskólastjóri

Guðrún Guðbjarnardóttir, fulltrúi kennara

                                                                       

Einnig sat Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs og ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Fjárhagsáætlun 2006.

Skólanefnd kynnti eftirfarandi bókun:

 

?Skólanefnd hefur kynnt sér helstu þætti í fjárhagsáætlun næsta árs. Skólanefnd fagnar því að byggt verði anddyri við Brekkubæjarskóla og að einnig verði hafist handa við klæðningu skólans. Skólanefnd lýsir yfir ánægju með að nú liggja fyrir teikningar af skólalóðum grunnskólanna og að lokið verður við hjólabrettavöll á komandi ári. Skólanefnd saknar þess að sjá þess ekki merki að byrjað verði á skólalóðunum á næsta ári. Enn fremur minnir skólanefnd að fyrirliggja tillögur um að stækka bílastæðið við Garðasel og  endurnýjun á kennslueldhúsi í Grundaskóla.?

 

Formaður óskaði eftir athugsemdum frá áheyrnarfulltrúum leik- og grunnskólum vegna bókunarinnar.  Almennar umræður um fjárhagsáætlun.  Almenn ánægja með fjárhagsáætlun 2006.  Umræða um reiknilíkanið og áhugi á að skoða málið frekar fyrir bæði skólastigin.  Umræður voru einnig um skólalóðir grunnskólana.

  

Bókun skólanefndar var samþykkt. 

 

2.  Önnur mál.

Formaður gerði grein fyrir að ekki er fyrirhugaðir fleiri fundir skólanefndar á árinu og óskaði fundarmönnum gleðilegra jóla. 

 

Fundi slitið kl. 18:25.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00