Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

53. fundur 16. nóvember 2005 kl. 17:15 - 19:10

53. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 16. nóvember 2005 kl. 17:15.


 

Mætt á fundi:              Jóhanna Hallsdóttir, formaður

                                 Jónas H. Ottósson, varaformaður

                                 Sigrún Ríkharðsdóttir

                                 Eydís Aðalbjörnsdóttir

Áheyrnarfulltrúar        Guðbjörg Gunnarsdóttir, leikskólastjóri

                                 Guðríður Sigurjónsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla

                                 Klara Gunnarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna

                                                                       

Einnig sat Svala Hreinsdóttir verkefnisstjóri fundinn ásamt Helgu Gunnarsdóttir sviðsstjóra fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs sem ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Stoðþjónusta leikskólanna.

Sálfræðingar sérfræðiþjónustu Sigurveig Sigurðardóttir og Birgir Þór Guðmundsson byrjuðu á að gera grein fyrir nokkrum tölulegum staðreyndum úr starfinu. Á skólaárinu 2004-2005 voru 58 einstaklingsmál til meðferðar, þar af 34 ný einstaklingsmál. Skólinn er stærsti tilvísandi eða í 85% tilvika. Foreldrar vísa í 12% tilvika. Málefni drengja eru eru fleiri en stúlkna eða 57% á móti 43%. Mál og málþroski er algengasta ástæða tilvísunar (29) og næst algengasta tilvísunarástæða er vegna hegðunarvanda (14). Sálfræðingar gerðu einnig grein fyrir hvernig vinnu þeirra er háttað í einstaklingsmálum.

 

Á fundinn mættu sérkennslustjórar í leikskólunum þe. Guðrún Bragadóttir Teigaseli, Guðlaug Sverrisdóttir Garðaseli og Lilja Guðlaugsdóttir mætti frá Vallarseli í forföllum Bjargar Jónsdóttur. Starfshlutfall sérkennslustjóra er 20 % í hverjum leikskóla og auk þess er 25% stöðuhlutfall í Garðaseli og Teigaseli til að sinna sérstakri skimun og þjálfun á málþroskasviði og 35% samsvarandi í Vallarseli. Sérkennslustjórarnir gerðu grein fyrir helstu verkefnum sínum, má þar nefna: utanumhald um sérkennslu, samráð, ráðgjöf og fundir með deildarstarfsfólki, foreldrum og sérfræðingum, skimanir, skýrslugerð, námsgagnagerð, samstarf við grunnskólann og skil á upplýsingum við skólaskil. Fram koma að heilsugæslan framkvæmir sitt reglubundna þroskamat hjá 3,5 og 5 ára börnum í Teigaseli og Garðaseli og þess er vænst að Vallarsel bætist í hópinn innan skamms.  Samtals eru 12 börn á leikskólunum sem njóta sértæks stuðnings vegna fötlunar. Sigrún Ríkharðsdóttir fór af fundi 18:30.    Sérkennslustjórar svöruðu síðan ýmsum spurningum frá fundarmönnum og talsverðar umræður voru um stoðþjónustu leikskólanna. Fram kom m.a. að löng bið er eftir þjónustu Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

 

2.  Önnur mál.

Ekkert lá fyrir undir liðnum önnur mál.

 

Fundi slitið kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00