Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

50. fundur 26. september 2005 kl. 17:15 - 18:15

50. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 26. september 2005 kl. 17:15.


Mætt á fundi:              Jóhanna Hallsdóttir, formaður

                                 Jónas H. Ottósson, varaformaður

                                 Sigrún Ríkharðsdóttir

                                 Eydís Aðalbjörnsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:      Guðrún Gunnarsdóttir, leikskólastjóri

                                 Guðlaug Sverrisdóttir, aðstoðarleikskólastjóri

                                 Lilja Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri  

                                Guðríður Sigurjónsdóttir, fulltrúi starfsfólks á leikskólum

                                Klara Berglind Gunnarsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna

                                

Einnig sat Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs fundinn og ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Málefni leikskóla. Formaður bauð leikskólastjóra velkomna en tilefni fundarins er að fá fréttir af vetrarstarfi leikskólanna.

  • Lilja leikskólastjóri Vallarsels sagði frá því að nú væri annað starfsár Vallarsels sem 6 deilda leikskóli. Leikskólinn er opinn frá 6:45 ? 18:00 eða í 11,25 klst.. Dvalarstundir eru 1159. Ekki eru fyrirhugaðar neinar breytingar á innra starfi leikskólans í vetur. Námskrá leikskólans var endurskoðuð í vor en deildarstjórar útfæra síðan deildarnámskrár. Í Vallarseli eru nú 160 börn, starfsmenn eru 39 þar af 13 leikskólakennarar, 23 leiðbeinendur og 3 starfsmenn í mötuneyti og sjá um þvotta. Tveir leikskólakennarar eru í barnseignaleyfi. Hægt er að skoða námskrá leikskólans á heimasíðu hans ásamt fleiri upplýsingum um leikskólans.
  • Guðbjörg leikskólastjóri Teigasels gerði grein fyrir starfsemi Teigasels og dreifði dagatali þar sem fram koma helstu atburðir skólaársins. Samtals eru 87 börn í leikskólanum, 43 þeirra eru allan daginn, 28 fyrir hádegi og 16 eftir hádegi. Leikskólinn er opinn frá 7:30 ? 17:30. Starfsmenn eru 20 í tæplega 17 stöðugildum. Níu starfsmenn eru leikskólakennarar, 9 leiðbeinendur og 2 eru starfsmenn í mötuneyti. Leikskólinn leggur áherslu á stærðfræði og nú nýlega hefur verið ákveðið að leikskólinn taki þátt í rannsókn á stærðfræðikennslu í leikskólum sem dr. Ólöf B. Steinþórsdóttir lektor við bandarískan háskóla stendur fyrir og mun rannsóknin taka þrjú ár. Að öðru leyti vísar Guðbjörg á heimasíðu leikskólans.
  • Guðlaug Sverrisdóttir aðstoðarleikskólastjóri sagði frá starfinu í Garðaseli. Í Garðaseli eru nú 90 börn, 79 börn fyrir hádegi og 64 eftir hádegi. Stöðugildi við leikskólann eru 19,3 en þeim gegna 13 leikskólakennarar, einn leikskólakennaranemandi, 6 leiðbeinendur og tveir starfsmenn í mötuneyti. Skólanámskrá var endurskoðuð í vor. Leikskólinn er heilsuleikskóli. Guðlaug sýndi einnig bækling sem unninn var í vor og er ætlaður nýjum foreldrum og dreifði fleiri gögnum um starfsemina. Fyrirhugð er vettvangsheimsókn til Akureyrar þar sem Háskólinn á Akureyri ásamt leikskólum verður heimsóttur. Alltaf er verið að endurskoða starf leikskólans. Guðlaug benti síðan á heimsíðu leikskólans.
  • Talsverðar umræður urðu um málefni leikskólanna.

 

 

2.  Önnur mál.

Ekkert lá fyrir undir liðnum önnur mál.

 

Fundi slitið kl.18:15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00