Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

48. fundur 10. júní 2005 kl. 12:00 - 12:35

48. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 10. júní 2005 kl. 12:00.


Mætt á fundi: Jóhanna Hallsdóttir, formaður
 Jónas H. Ottósson, varaformaður
 Ingþór B. Þórhallsson
 Sigrún Ríkharðsdóttir
 Eydís Aðalbjörnsdóttir
Áheyrnarfulltrúar:      Ingvar Ingvarsson, aðstoðarskólastjóri
 Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskólaskólastjóri
 Guðríður Sigurjónsdóttir, leikskólakennari
 Ingileif Daníelsdóttir fulltrúi kennara
 Ólöf Ólafsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.

 

Einnig sat Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs fundinn og ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:


1. Erindi frá bæjarráði þar sem óskað er eftir umfjöllun skólanefndar um lægra gjald í leikskólum eftir hádegi og hins vegar gjaldfrjálsa leikskóladvöl fyrir 5 ára börn.

Skólanefnd bókar eftirfarandi:
Skólanefnd telur það ekki brýnasta verkefni nú um stundir að lækka leikskólagjöld hvorki fyrir 5 ára börn né að hafa einn dagshluta ódýrari en annan. Skólanefnd telur að æskilegast sé að foreldrar hafi val um hvort þeir nýta sér leikskóladvöl eða dvöl hjá dagmóður eftir að fæðingarorlofi lýkur við 12 mánaða aldur barnsins. Þetta kallar annars vegar á aukningu í leikskólarýmum og hins vegar niðurgreiðslu til dagmæðra þannig að dvalargjald sé það sama hvort sem barn dvelur hjá dagmömmu eða í leikskóla.  Skólanefnd telur að úrræði fyrir börn 12 ? 24 mánaða sé forgangsverkefni. Samþykkt samhljóða
.


2. Verkefnastyrkur leikskóla árið 2005. Ein umsókn barst frá leikskólanum Garðaseli. Skólanefnd fagnar þeim áherslum sem fram koma í umsókninni og veitir Garðaseli verkefnastyrk ársins 2005.

 

3. Málefni grunnskóla. Fyrir fundinn barst bréf frá skólastjóra Grundaskóla þar sem raktar eru breytingar í starfsmannamálum.
Gunnar Sturla Hervarsson segir upp starfi sínu
Ingibjörg Eggertsdóttir kemur til starfa úr námsleyfi
Elísabet Steingrímsdóttir, Helena Bergström, Hrönn Jónsdóttir og Sigríður Indriðadóttir fara í launalaust leyfi næsta skólaár.
Ragnheiður Þóra Grímsdóttir og Sigurveig Kristjánsdóttir fara í námsleyfi. Vilborg Helgadóttir fer í barnsburðarleyfi næsta skólaárið. Nýráðningar: Eygló Karlsdóttir, Eyrún Þorleifsdóttir, Hjördís Grímarsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Valdimar Hjaltason og Valdís Sigurvinsdóttir.
Ingvar Ingvarsson kynnti breytingar í starfsmannamálum Brekkubæjarskóla. Eftirfarandi starfsmenn hætta: Ingvar Ingvarsson aðstoðarskólastjóri, Helgi Hannesson kennari, Gunnhildur Hannesdóttir matráður, Helga María Hallgrímsdóttir námsráðgjafi Þórey Þórarinsdóttir kennari, Þóra María Jóhannsdóttir skólaliði og Birna Katrín Hallsdóttir skólaliði. Dóra Sjöfn Valsdóttir fer í námsleyfi. Einn  kennari kemur úr barnsburðarleyfi, Sigríður Helga Gunnarsdóttir. Búið er að ráða eftirtalda kennara til starfa: Arnbjörg Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri, Þórunn Herdís Hinriksdóttir, Sigrún Þorbergsdóttir, Bára Traustadóttir og  Guðlaug Erlendsdóttir.

 

4. Önnur mál. Skólanefnd Akranss sendir Grundaskóla innilegar hamingjuóskir í tilefni þess að skólinn hlaut Íslensku menntaverðlaunin. Skólanefnd þakkar Ingvari Ingvarssyni aðstoðarskólastjóra hans störf í Brekkubæjarskóla sl. 20 ár og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Ingunn benti á að beiðni aðstoðarleikskólastjóra í Teigaseli hefði verið hafnað en aðstoðarleikskólastjórinn óskaði eftir leyfi á launum vegna viðbótarnáms í sérkennslu vegna 30 % starfshlutfalls. Nokkrar umræður urðu um hvernig hægt væri að draga fram þátt foreldra sem vinna góð störf í samvinnu við skólana.

 

Fleira ekki gert ? fundi slitið kl. 12:35

 

 


 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00