Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

45. fundur 16. mars 2005 kl. 17:00 - 17:45

45. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 16. mars 2005 kl. 17:00.


Mætt á fundi:              Jóhanna Hallsdóttir formaður

                                 Jónas H. Ottósson, varaformaður

                                 Sigrún Ríkharðsdóttir

                                 Eydís Aðalbjörnsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:       Guðbjörg Gunnarsdóttir, leikskólastjóri

                                 Guðríður Sigurjónsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla

                                

Einnig sátu fundinn Sigrún Gísladóttir, leikskólafulltrúi og Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs, sem ritaði fundargerð.

 

Fyrir tekið:

 

1.  Málefni leikskóla.

Kynntar reglur um verkefnasjóð leikskólanna. Skólanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og sendir þær til bæjarráðs til staðfestingar.

Fjallað um bréf frá Iðnnemasambandi Íslands sem bæjarráð sendi til umfjöllunar í skólanefnd. Skólanefnd telur að hún hafi ekki umboð til að hlutast til um það málefni sem um ræðir, því það snýst um ívilnanir og reglur sem eru utan verksviðs nefndarinnar.

 

2.  Önnur mál.  

Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir að inntöku er að mestu loki vegna næsta skólaárs. Biðlistinn var tæmdur og fengu 72 börn boð um leikskóladvöl. Ný börn skiptast þannig: 40 börn allan daginn, 12 börn eftir hádegi og 20 börn í vistun fyrir hádegi í 5 til 6 klst. dvöl.  Leikskólafulltrúi kynnti tillögur leikskólanna að umhverfisstefnu sem lagðar verða fyrir bæjarráð á næstunni en bæjarráð óskaði eftir því  í desember sl. að stofnanir bæjarins mótuðu hver sína umhverfisstefnu. Leikskólarnir hafa nú lokið þessarri vinnu fyrstir. Guðbjörg sagði frá því hvernig stefnumótun var unnin í leikskólanum Teigaseli. Það var haft að leiðarljósi að auðvelt væri að fylgja stefnunni.

 

Fleira ekki gert ? fundi slitið kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00