Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

43. fundur 02. febrúar 2005 kl. 17:00 - 18:00

43. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 2. febrúar 2005 kl. 17:00.


Mætt á fundi:              Jónas H. Ottósson, varaformaður

                                 Ingþór B. Þórhallsson

                                 Sigrún Ríkharðsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:       Auður Hrólfsdóttir, skólastjóri

                                 Guðbjörg Gunnarsdóttir, leikskólastjóri

                                 Guðríður Sigurjónsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla

                                 Ólöf Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna

                                 Guðbjartur Hannesson, skólastjóri

                                 Guðmundur Þorvaldsson, fulltrúi foreldra grunnskólabarna

                                 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, fulltrúi kennara

                                 Guðbjörg Árnadóttir, fulltrúi kennara


Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs, sat fundinn og ritaði fundargerð.

 

Fyrir tekið:

 

1. Varaformaður gerði grein fyrir að formaður skólanefndar hefði látið af störfum vegna starfa í öðrum landshluta.

Nýr formaður verður skipaður á fundi bæjarstjórnar þann 15. febrúar nk. Fundarmenn þökkuðu samstarf við fráfarandi formann.

 

2.  Málefni grunnskólanna.

Skólastjórar kynntu áætlanir grunnskólana um aðgerðir í kjölfar verkfalls. Báði skólar munu færa foreldraviðtöl út fyrir hefðbundinn kennslutíma og sérstakar aðgerðir verða fyrir 10. bekkinga. Í Brekkubæjarskóla verður einn skipulagsdagur færður út fyrir hefðbundinn dagvinnutíma og kennt í staðinn. Skólarnir hafa um 500 vinnustundir til umráða í þessu skyni. Áætlanir hafa verið kynntar fyrir foreldraráði Brekkubæjarskóla og verið sendar til fulltrúa í foreldraráði Grundaskóla en ekki verið teknar fyrir á fundi.

 

Óskað hefur verið eftir tilnefningu frá skólanefnd í starfshóp sem mun      fjalla um heilsdagsskólann. Skólanefnd tilnefnir Eydísi Líndal   Finnbogadóttur.   

                                                                

Auður lagði fram til kynningar bréf frá umhverfisteymi skólans til foreldraráðs og foreldrafélags en bréfið er skrifað til þess að fá foreldra til setu í umhverfisteymi og skólinn stefnir að því að fá heimild til að flagga grænfánanum. Einnig kemur fram það álit að brýnt er að lagfæra margt  sem snýr að ytra útlit skólans.

 

3.  Málefni leikskólanna. Sumarlokanir leikskólanna.

Foreldraráð leikskólanna hafa fjallað um erindi skólanefndar um sumarlokanir leikskóla. Foreldraráð Garðasels mælir með tillögu II þ.e. að Garðasel og Teigasel verði lokað á sama tíma en Vallarsel loki á öðrum tíma. En foreldraráð Teigasels og Vallarsels mæla með tillögu I þ.e. að allir leikskólarnir loki aðra og þriðju viku í júlí. Foreldraráðið skorar einnig á Akraneskaupstað að hafa opinn leikvöll í júlímánuði.  Skólanefnd mælir því með því við bæjarráð að framvegis verði gert hlé á starfsemi leikskólanna aðra og þriðju viku júlímánaðar.

 

4.   Önnur mál.  

Ekkert var tekið fyrir undir liðnum önnur mál.

 

Fleira ekki gert ? fundi slitið kl. 18:00

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00