Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

40. fundur 22. september 2004 kl. 16:00 - 18:00

40. fundur skólanefndar Akraness var haldinn í leikskólanum Teigaseli, miðvikudaginn 22. september 2004 og hófst hann kl. 16:00.


 Mætt á fundi:            Björn S. Lárusson, formaður,

                                 Ingþór B. Þórhallsson,

                                 Eydís Aðalbjörnsdóttir,

                                 Jónas H. Ottósson,

                                 Sigrún Ríkharðsdóttir.

Áheyrnarfulltrúar:    Guðbjörg Gunnarsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,

                                 Guðríður Sigurjónsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla.

                                

Sigrún Gísladóttir, leikskólafulltrúi, sat einnig fundinn og ritaði jafnframt fundargerð.


Fyrir tekið:

 

1. Málefni leikskóla.

 

Biðlisti ? inntaka.

Inntaka hefur farið fram frá því viðbygging Vallarsels var tekin í notkun og jafnframt hefur verið komið til móts við flestar óskir foreldra um breytingar á dvalartíma.  Farið yfir stöðu mála, hversu mörg börn hafa verið tekin inn í leikskóla og hver barnafjöldi skólanna er. 

 

Rætt um möguleika á aukningu leikskólarýma, ef litið er til framtíðar.

 

Í allt eru 37 stöðugildi leikskólakennara hjá Akraneskaupstað.

 

Rætt um námskeiðsdag fyrir starfsfólk leikskóla.  Ítrekuð ósk um námskeiðsdag fyrir allt starfsfólk, möguleiki á að fella hann inn í skipulagsdaga grunnskólanna. 

 

Verklagsreglur leikskóla.  Rætt um möguleika á að endurskoða einstök ákvæði þeirrra.

 

Leikskólastjórar fóru yfir gerð fjárhagsáætlana í leikskólunum. Rætt um hve leikskólunum er sniðinn þröngur stakkur í fjárhagsmálum.

 

Sigrún sagði frá rekstrarforriti sem hefur verið í þróun í Hafnarfirði, sem auðveldar alla útreikninga m.a. við gerð fjárhagsáætlana. 

 

 

Fleira ekki gert.  Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00