Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

39. fundur 09. júní 2004 kl. 16:00 - 18:30

39. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 9. júní  2004 kl. 16:00.


 Mætt á fundi:             Björn S. Lárusson, formaður

                                 Ingþór B. Þórhallsson,

                                 Eydís Aðalbjörnsdóttir

                                 Anna Margrét Tómasdóttir, varamaður

Áheyrnarfulltrúar:    Auður Hrólfsdóttir, skólastjóri

                                 Guðbjartur Hannesson, skólastjóri

                                 Guðbjörg Árnadóttir, fulltrúi kennara

                                 Laufey Karlsdóttir, fulltrúi kennara                    

                                

Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs sat fundinn og ritaði fundargerð.


 Fyrir tekið:

 

1.  Starfsmannahald í grunnskólunum.

Skólastjórar lögðu fram upplýsingar um starfsmannamál grunnskólanna. Auður gerði grein fyrir að 3 kennarar/leiðbeinendur hætta störfum auk annarra starfsmanna. Í kjölfar auglýsinga verða eftirtaldir kennarar ráðnir:

Edda Sigríður Jónsdóttir 50%, Sesselja G. Guðjónsdóttir 100% og Borghildur Birgisdóttir 50%.  Auður mun sækja um undanþágu fyrir 9 leiðbeinendur sem starfa við skólann.  Guðbjartur gerði grein fyrir að 5 kennarar/leiðbeinendur hætta, einn kennari fer í námsleyfi og einn kennari fer í launalaust leyfi. Ein nýráðning er við Grundaskóla, Katrín Harðardóttir 100%. Sótt verður um undanþágu fyrir einn leiðbeinenda. Anna Margrét spurði um sérkennslu inni í bekkjum. Eydís spurði um áform um heimanám í Brekkubæjarskóla.

 

2. Fjárhagsáætlanagerð í grunnskólunum

Helga kynnti tillögu að nýju fyrirkomulagi við fjárhagsáætlanagerð í grunnskólunum. Tillagan gerir ráð fyrir að fjárveitingar til grunnskólanna miðist að mestu við nemendafjölda eins og hann er hverju sinni. Skólanefnd styður tillöguna og leggur til að áfram verði unnið að nánari útfærslu einstakra liða. Skólastjórarnir styðja einnig meginhugmyndina sem tillögurnar byggjast á en telja nauðsynlegt að fyrsta árið verði eins konar tilraunaár og með því gefist tækifæri til að sníða þá vankanta sem kunna að vera á því.  Nokkrar umræður urðu um málið m.a. um aðkomu eignasjóðs að rekstri skólanna. Guðbjartur sagði frá verkefni sem hann er að vinna að í tengslum sitt nám.  Í ljós hefur komið að mjög erfitt er að bera sama kostnað milli skóla, t.d. ólíkt hvernig innkaup og aðkeypt vinna eru bókfærð.

 

3. Samræmd próf í 10.bekk í grunnskólunum á Akranesi.

Skólastjórar gerðu grein fyrir niðurstöðum samræmdra prófa. Prófseinkunnir skólanna voru sem hér segir:

 

Dan. Ensk. Ísl. Náttfr. Samfélfr. Stæ.
Brekkubæjarskóli 6,2 6,8 6,8 5,8 6,2 5,9
Grundaskóli 6,4 7,2 6,9 5,9 6,4 6,3

 

Mikil þátttaka er í samræmdum prófun í grunnskólunum á Akranesi.        Ýmsar upplýsingar voru lagðar fram og málin rædd.

                                      

4. Auglýsingar í skólum.

Skólanefnd hefur borist bréf frá menntamálaráðuneytinu þar sem sveitarfélög eru hvött til að marka sér stefnu gagnvart auglýsingum í skólum. Skólanefnd mun taka málið fyrir að nýju með haustinu.

 

5. Bréf stýrihóps um gerð fjölskyldustefnu Akraness.

Fyrirhugaður er kynningarfundur um gerð fjölskyldustefnu þann 24. ágúst n.k.. Auður gerði að umtalsefni samvinnu foreldra og skóla.

 

6. Bréf frá umsjónarmönnum sérkennslu leikskóla.

Skólanefnd hefur borist bréf frá umsjónarmönnum um sérkennslu þar sem óskað er eftir að stöðuhlutfall verði aukið um 30% í Garðaseli og Teigaseli og um 60% í Vallarseli. Í bréfinu er rakið að umfang starfsins hefur aukist og kemur þar ekki síst til að nú er unnið með skimunartækið Hljóm -2 sem miðar að því að greina málþroska vanda snemma á síðasta ári í leikskóla og grípa til viðeigandi ráðstafnana áður en börn hefja grunnskólagöngu.  Kostnaður við aukningu skv. tillögu bréfritara nemur kr. 540.000 á ári í Garðaseli og Teigaseli og um 1.080.000 í Vallarseli. Við þá útreikninga er gert ráð fyrir leiðbeinandi sinni þeim verkefnum sem deildarstjórar sérkennslu (aðstoðarleikskólastjórar) sinna í dag. Skólanefnd óskar eftir að sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs skoði málið nánar og leggi tillögu fyrir vinnufund skólanefndar.

 

7.  Önnur mál. 

Ekkert undir liðnum önnur mál.  Auður þakkaði fyrir samstarfið í vetur. Skólastjórum og starfsfólki grunnskólanna færðar þakkir fyrir starfið í vetur.

  

Fleira ekki gert ? fundi slitið kl. 18:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00